Samninganefnd Eflingar hefur samþykkt þrjár nýjar verkfallsboðanir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Boðanirnar eru eftirfarandi:
Atkvæðagreiðslur félagsmanna um þessi verkföll hefjst á hádegi á fimmtudag og lýkur þeim kl. 18 næstkomandi mánudag.
Þrjár fyrri verkfallsboðanir voru samþykktar en á hádegi næstkomandi miðvikudag hefst verkfall olíubílstjóra. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, segir að áhrifa verkfalls bílstjóra, sem sjá meðal annars um olíudreifingu, fari að gæta innan tveggja til þriggja sólarhringa eftir að fyrirhugað verkfall hefst á hádegi á miðvikudag (Sá vef Fréttablaðsins).
„Við höfum séð með skýrum hætti í verkfallsatkvæðagreiðslum síðustu vikna að ómissandi verkafólk í öllum geirum vinnumarkaðarins á Höfuðborgarsvæðinu stendur sameinað. Krafa okkar er um sanngjarnan kjarasamning þar sem tekið er tillit til aðstæðna og samsetningar félagsmannahópsins. Ég hvet til þess að gengið verði til samninga við okkur,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu félagsins.