fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Nýr íslenskur sparisjóður opnar í dag – Þjónusta fólk með engum óþarfa

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 10:00

Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason stofnendur indó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indó, nýr íslenskur sparisjóður, opnar formlega í dag og hafa allir landsmenn nú möguleika á að opna reikning hjá sparisjóðnum. Til að byrja með mun indó bjóða upp á debetkortareikning en í náinni framtíð mun frekari þjónusta bætast við líkt og segir í tilkynningu frá sparisjóðnum. Viðskiptavinir indó geta stundað öll helstu bankaviðskipti líkt og hjá öðrum bönkum strax, eins og til dæmis að borga reikninga eða greiða fyrir vörur og þjónustu um allan heim með debetkortinu, símanum eða millifæra. Allir einstaklingar sem eru eldri en 18 ára og með rafræn skilríki geta orðið indóar og opnað reikning hjá sparisjóðnum á innan við mínútu.

Í tilkynningunni kemur fram að markmið indó er að þjónusta venjulegt fólk með því sem það þarf og engum óþarfa. Verðskráin er gagnsæ og skýrt hvað borgað er fyrir. Þannig eru til dæmis engin færslugjöld á debitkortafærslum, gjaldeyrisálag eða önnur falin gjöld. Allar innistæður hjá indó eru tryggðar upp að 100.000 evrum líkt og hjá öðrum sparisjóðum og bönkum á Íslandi.

Indó er stofnað af Hauki Skúlasyni og Tryggva Birni Davíðssyni með þann tilgang að gera hlutina öðruvísi en bankar og er fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem stofnaður er frá grunni síðan 1991. Félagið er með skýra sýn hvernig það ætlar að vinna og hvernig það ætlar ekki að vinna. Vegna einfaldrar yfirbyggingar þarf indó til dæmis ekki mikinn fjölda starfsfólks og getur þannig boðið viðskiptavinum betri kjör.

„Við erum ótrúlega spennt fyrir því að vera farin formlega af stað og bjóðum alla nýja indóa velkomna í hópinn. Við Tryggvi unnum lengi í bankakerfinu, höfum verið hinum megin við borðið og sáum tækifæri til að gera hlutina allt öðruvísi. Okkur finnst kominn tími á að hugsa bankaþjónustu upp á nýtt og viljum breyta kerfinu þannig að það verði meira fyrir fólkið en minna fyrir báknið,“ segir Haukur.

„Við trúum því hægt sé að gera betur fyrir venjulegt fólk og þjónusta það á einfaldan og gagnsæjan hátt, og erum sannfærð um að það sé grundvöllur fyrir því að bjóða bankaþjónustu án þess að okra á fólki. Við vitum að það tekur tíma að byggja upp sparisjóð og við ætlum að gera það vel og vanda okkur. Við horfum spennt til framhaldsins,“ segir Tryggvi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn