fbpx
Fimmtudagur 30.mars 2023
Eyjan

Ofbýður há laun framkvæmdastjóra Sorpu – Sjö starfsmenn með afnot af hlunnindabifreiðum

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö starfsmenn Sorpu bs. hafa afnot af svokölluðum hlunnindabifreiðum vegna starfa sinna fyrir byggðarsamlagið og þá hefur stjórn fyrirtækisins ákveðið að framkvæmdastjóri þessi, Jón Viggó Gunnarsson, fái afnot af bifreið en það hefur  ekki komið til framkvæmda enn. Þá eru laun Jóns Viggó 1.950.000 krónur á mánuði. Þetta kemur fram í sundurliðu svari Sorpu við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa og oddvita Flokks Fólksins, í Borgarráði sem lögð var fram þann 25. nóvember síðastliðinn. Lét Kolbrún bóka þá skoðun sína að henni ofbyði launakjör framkvæmdastjórans.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

 

Sjö starfsmenn með afnot af hlunnindabifreiðum

Mikil vandamál hafa verið í rekstri Sorpu bs. undanfarin misseri ekki síst tengdum gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA sem hefur kostað skattgreiðendur drjúgan skildinginn. Kolbrún Baldursdóttir hefur fylgst vel með málefnum Sorpu og byggðist fyrirspurn hennar á nýlegri fundargerð stjórnar fyrirtækisins þar sem farið var yfir laun framkvæmdastjórans og áðurnefndar hlunnindabifreiðar sem að sögð voru trúnaðarmál. Óskað Kolbrún í framhaldi eftir ítarlegri upplýsingum í Borgarráði.

Í svari Sorpu, sem Jón Viggó tekur sjálfur saman, kemur fram að sjö hlunnindabifreiðar séu í notkun hjá fyrirtækinu og þær séu fyrst og fremst ætlaðar til starfsmanna sem þurfi að keyra mikið vegna starfa sinna.  „Þrjár bifreiðar eru skráðar á starfsmenn endurvinnslustöðva sem eiga það sammerkt að aka mikið vegna starfa sinna og þurfa oft á tíðum að mæta beint á endurvinnslustöðvar og sinna akstri vegna atvika sem verða á stöðvunum utan skilgreinds vinnutíma. Tvær bifreiðar er skráðar á móttöku- og flokkunarstöð vegna tveggja starfsmanna sem þurfa að sinna akstri utan vinnutíma. Ein bifreið er skráð sem hlunnindabifreið á rekstrarstjóra Góða hirðisins og ein bifreið er skráð á rekstrarstjóra urðunarstaðar og gashreinsistöðvar. Kemur það fyrst og fremst til vegna eðli starfseminnar og bakvakta,“ segir í svari Sorpu. Þá kemur fram að bifreiðarnar séu metanbifreiðar, árgerðir 2012 til 2020, og ekki sé metið sem svo að um veruleg hlunnindi sé að ræða. Þó er um að ræða hlunnindi sem skulu færð til tekna í skattframtali umræddra starfsmanna.

Sjá einnig: Undrast áhugaleysi á málefnum Sorpu – Mætti ein borgarfulltrúa á kynningarfund

Segir laun æðstu yfirmanna hjá borginni „út úr öllu korti“

Þá kemur fram í svari Sorpu að engin leynd hvíli á launakjörum framkvæmdastjórans, Jóns Viggó. Ástæðan fyrir því að talað væri um trúnað var sú að ekki hafði verið búið að ganga frá ráðningasamningi við framkvæmdastjórann en það hefur nú verið gert. Segir í svari byggðarsamlagsins að laun Jón Viggós séu 1.950.000 krónur á mánuði frá 1. maí 2022 og skuli launin taka breytingum í samræmi við kjarasamning Verkfræðingafélags Íslands við Reykjavíkurborg. Þá skuli framkvæmdastjóranum vera lagður til hæfilegur bíll til fullra afnota sem eigi að gagnast honum við framkvæmd starfa á starfssvæði SORPU bs.

Lét Kolbrún í framhaldi bóka í fundargerð að henni ofbjóði þessi háu laun framkvæmdastjórans og  annarra forstjóra B-hluta fyrirtækja eins og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. „Hér er um að ræða dótturfyrirtæki borgarinnar í meirihlutaeigu hennar sem borgarfulltrúar hafa í raun ekkert að segja um að heitið geti. Laun æðstu yfirmanna B-hluta fyrirtækja eru út úr öllu korti,“ segir í bókuninni.

 

Framkvæmdastjóri SORPU bregst hart við í skriflegu svari – Segir að fullyrðing borgarfulltrúa sé „röng, villandi og skaðleg“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“

Heimir spyr hvers vegna við erum ekki að ræða mál málanna – „Hér er fólk í hálfgerðri ánauð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst

Þetta fá stjórnarmenn bankanna í laun – Arion banki borgar langbest en Íslandsbanki verst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við

Segir efnhagslífið vera sjóðheitt og að Seðlabankinn verði að bregðast við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd

Tólfta stýrivaxtahækkunin staðreynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt

Umdeild þingkona leggur til að Bandaríkjunum verði skipt í tvennt