fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Kjartan spyr hvers vegna ekki megi ræða um þriggja milljarða fjárfestingu – „Vilja firra sig ábyrgð á málinu“

Eyjan
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dótturfyrirtæki Orkuveitur Reykjavíkur, Ljósleiðarinn ehf, hefur fest kaup á stofnkerfi Sýnar og gert tíu ára þjónustusamning við fyrirtækið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vekur athygli á því í grein í Morgunblaðinu í dag, að bannað sé að ræða þetta mál í borgarstjórn.

„Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér nokk­urra millj­arða króna viðbót­ar­skuld­setn­ingu Ljós­leiðarans og þar með OR-sam­stæðunn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar,“ segir Kjartan í grein sinni.

Hann segir viðskiptasamninginn vera óvenjulegan og fela í sér áhættufjárfestingu fyrir OR:

„Ljóst er að um­rædd­ur viðskipta­samn­ing­ur er mik­ils hátt­ar og um margt óvenju­leg­ur. Um er að ræða margra millj­arða króna áhættu­fjár­fest­ingu utan skil­greinds starfs­svæðis Orku­veit­unn­ar. Eðli­legt hefði verið að fram færi umræða á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar um slík­an viðskipta­samn­ing og þá stefnu­breyt­ingu sem hann hef­ur í för með sér fyr­ir OR og Reykja­vík­ur­borg.“

Umræða bönnuð

Kjartan greinir frá því að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi farið fram á umræðu um málið í borgarstjórn þann 20. desember síðastliðinn. Fulltrúar meirihlutans hafi hins vegar bannað að málið yrði sett á dagskrá. Hið sama hafi gerst þegar reynt var að taka málið til umræðu þann 3. janúar. Kjartan ritar:

„Með slíku umræðubanni hafa orðið ákveðin tíma­mót í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Aldrei áður hef­ur verið brotið gegn þeim rétti borg­ar­full­trúa að setja lög­lega fram borið mál á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar. Með slíku banni ger­ist meiri­hlut­inn sek­ur um valdníðslu og ein­ok­un­ar­til­b­urði.

Slíkt bann er gróft brot á ákvæðum 27. grein­ar sveit­ar­stjórn­ar­laga og 34. gr. samþykkt­ar um stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar og fund­ar­sköp borg­ar­stjórn­ar. En þar er skýrt kveðið á um að borg­ar­full­trúi eigi rétt á að tekið verði á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar hvert það mál­efni, sem varðar hags­muni sveit­ar­fé­lags­ins eða verk­efni þess.“

Ástæða umræðubannsins er að sögn meirihlutans sú að málefni Ljósleiðarans ehf séu mjög viðkvæm og bundin trúnaði. Kjartan bendir hins vegar á að samkvæmt sveitarstjórnarlögum megi ræða trúnaðarmál fyrir luktum dyrum í borgarstjórn. Hann segir ennfremur:

„Með slíku umræðubanni hafa orðið ákveðin tíma­mót í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Aldrei áður hef­ur verið brotið gegn þeim rétti borg­ar­full­trúa að setja lög­lega fram borið mál á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar. Með slíku banni ger­ist meiri­hlut­inn sek­ur um valdníðslu og ein­ok­un­ar­til­b­urði.

Slíkt bann er gróft brot á ákvæðum 27. grein­ar sveit­ar­stjórn­ar­laga og 34. gr. samþykkt­ar um stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar og fund­ar­sköp borg­ar­stjórn­ar. En þar er skýrt kveðið á um að borg­ar­full­trúi eigi rétt á að tekið verði á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar hvert það mál­efni, sem varðar hags­muni sveit­ar­fé­lags­ins eða verk­efni þess.“

Kjartan sakar meirihlutann um laumuspil og leyndarhyggju og segir lög brotin með umræðubanninu:

„Til­gang­ur­inn er sá að koma í veg fyr­ir óþægi­lega umræðu um stór­fellda lán­töku Ljós­leiðarans og áhrif henn­ar á fjár­hags­áætlan­ir OR og Reykja­vík­ur­borg­ar. Þá er ljóst að borg­ar­stjóri og aðrir borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans vilja firra sig ábyrgð á mál­inu en varpa henni þess í stað á stjórn OR eft­ir því sem kost­ur er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“