fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Eyjan

Björn sakar Ólaf um pólitískan spuna gegn VG – „Mér eru gerð upp óheilindi og annarlegar hvatir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritdeila er sprottin upp á milli þeirra Ólafs Þ. Harðarssonar stjórnmálafræðiprófessors og Björn Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, en Björn sakar Ólaf um pólitískan spuna og áróður gegn VG.

Tilefnið er viðtal  RÚV við Ólaf þar sem hann skýrir fylgistap VG í skoðanakönnunum, en ný könnun sýnir fylgi flokksins undir átta prósentum. Björn ritar „frétt“ innan gæsalappa og segir að hér sé um spuna að ræða þar sem Ólafur næri draumsýn fréttamannsins RÚV um að VG slíti stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk og auki við það fylgi sitt.

Björn skrifar á vef sinn:

„Á ruv.is veltir fréttamaðurinn upp þeirri draumsýn að VG „gæti aukið fylgi sitt með því að slíta stjórnarsamstarfinu núna á miðju tímabili?“

Ólafur Þ. Harðarson svarar:

„Hann gæti hugsanlega aukið fylgi sitt með því. Það er ekkert ólíklegt. Hins vegar þá er það nú kannski ekki hyggilegt fyrir flokk sem vill vera ábyrgur að slíta stjórnarsamstarfi bara út af hreyfingum í skoðanakönnunum.“

Öll þessi „frétt“ með prófessornum fyrrverandi er ekkert annað en spuni til að halda lífi í hannaðri atburðarás sem er reist á þrá eftir að sprengja ríkisstjórnina og koma höggi á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Ekki er ólíklegt að þetta sé jafnframt liður í að búa í haginn fyrir valdatöku Dags B. Eggertssonar í Samfylkingunni. Aðferðir af þessu tagi einkenna feril hans í stjórnmálum. Beitt er útlilokunum sem eru oftar en ekki reistar á aðför að einstaklingum enda eru málefni aukaatriði í valdabröltinu.“

Segir Björn gera sér upp óheilindi

Ólafur fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Hann segist engan veginn fordæma núverandi stjórnarsamstarf enda sé það ekki hans hlutverk að vera pólitískur dómari. Hins vegar sé núverandi ríkisstjórnarsamsetning óvenjuleg í Vestur-Evrópu.

„Það er ofur eðlilegt að af hugmyndafræðilegum ástæðum pirrist ýmsir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks yfir því að flokkurinn vinni með vinstri flokknum VG – og að ýmsir stuðningsmenn VG pirrist yfir því að flokkurinn vinni með hægri sinnuðum Sjálfstæðisflokki,“ segir Ólafur.

Ólafur er ósáttur við þær einkunnir sem Björn gefur honum og að vera sakaður um óheilindi:

„Ég geri enga athugasemd við það að menn séu ósammála greiningu minni. Og fagna því ef henni er andmælt með málefnalegum hætti. Það gerir fólk í vísindum.

Mér finnst hins vegar lakara þegar mér eru gerð upp óheilindi og annarlegar hvatir – án nokkurs rökstuðnings. Fylgismenn Trumps í Bandaríkjunum gera reyndar lítið úr vísindum og staðreyndum – og hella svívirðingum yfir vísindamenn sem komast að niðurstöðum sem passa ekki við trúarkreddur þeirra. Sem betur fer hafa frekar fáir Íslendingar verið á þeim buxunum – a.m.k. hingað til …“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis

Vigdís Ósk ráðin til Hringborðs hafs og eldis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli