fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Sterkefnuðum ferðamönnum fjölgar mikið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 09:00

Einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áliti fjölda stjórnenda í ferðaþjónustunni, og fararstjóra og viðburðarstjóra, þá sækja fleiri sterkefnaðir ferðamenn landið heim nú í sumar en áður hefur þekkst. En dýrtíðin hér á landi er áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna því verðlagið er varla fyrir millistéttarfólk.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir einum viðmælenda sinna að skýrt dæmi um aukna sókn sterkefnaðra ferðamanna hingað til lands sé að kortavelta erlendra ferðamanna sé meiri nú en þegar mest var um ferðamenn fyrir heimsfaraldurinn.

Annar viðmælandi sagði að ekki væri eingöngu um uppsafnaða ferðaþörf að ræða heldur einnig uppsafnaða eyðsluþörf.

Bandaríkjamenn eru áberandi í hópi sterkefnaðra ferðamanna að sögn ferðaskipuleggjenda. „Fjöldi þeirra hefur verið að ferðast um Evrópu í mánuð eða svo í sumar, en bætir svo einni viku við á Íslandi á heimleiðinni,“ er haft eftir einum viðmælanda blaðsins.  

Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri þyrluþjónustunnar Norðurflugs, sagði að mikið sé að gera og hafi hann verið að bæta fjórðu þyrlunni við flotann. „Samsetningin í átt að efnameiri ferðamönnum er augljós,” sagði hann og bætti við að það sé orðin áskorun fyrir ferðaþjónustuna að halda í millistéttarfólk sem þrái að ferðast. Verðlagningin hér á landi sé þess eðlis að hún sé aðeins að verða á færi efnafólks. „Hér borgar fólk 400 dali fyrir næturgistingu á venjulegu meðalhóteli. Það jafngildir lúxusgistingu í Bandaríkjunum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar