fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Flest bendir til methagnaðar útgerðarfyrirtækja – Eigið fé hefur aukist um rúmlega 100 milljarða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 09:00

Mynd úr safni. mynd/Helgi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við fyrstu ársuppgjör stórra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja þá var síðasta ár gott hjá þeim rekstrarlega. Benda tölurnar til að methagnaður hafi orðið í greininni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Brim og Síldarvinnslan hafi hagnast um 22,6 milljarða samanlagt. Var hagnaður hvors fyrirtækis nánast hinn sami, eða um 11,3 milljarðar. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hagnaðist Síldarvinnsla um rúmlega þrjá milljarða.

2020 greiddu öll sjávarútvegsfyrirtæki landsins 4,8 milljarða í veiðigjöld.

Í árslok 2020 var bókfært eigið fé íslensks sjávarútvegs 325 milljarðar. Reiknað er með að þessi eign vaxi enn frekar þegar næstu uppgjörstölur verða birtar.

Fréttablaðið hefur eftir Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, að á meðan sjávarútvegsfyrirtækin skili methagnaði  sé ríkið sligað af skuldum vegna heimsfaraldursins og álögur á almenning fari vaxandi.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sagði í Morgunblaðinu í gær að djúpstæð tilfinning væri meðal almennings um óréttlæti vegna samþjöppunar veiðiheimilda og að ágóðanum af hinni sameiginlegu auðlind, sem fiskurinn er, væri ekki skipt á réttlátan hátt.

Logi tók undir orð Svandísar og sagði að þjóðin horfi upp á gríðarlega auðsöfnun mjög fárra aðila  sem hafi leitt til þess að þeir ráði yfir þorra fiskveiðiheimilda og hafi í skjóli auðsins sölsað undir sig eignir í óskyldum greinum í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða