fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Framsóknarmenn sagðir vera að meta bestu stöðuna í Reykjavík – Einar hefur rætt við nokkra oddvita

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 09:00

Framsóknarmenn munu að sögn krefjast þess að fá borgarstjóraembættið ef þeir ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag þriggja flokka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar þreifingar eiga sér nú stað milli fulltrúa flokkanna í borgarstjórn um myndun nýs meirihluta. Framsóknarmenn virðast vera í góðri stöðu eins og staðan er núna. Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna missti tvo borgarfulltrúa og þar með meirihlutann.

Vinstri græn ætla ekki að sækjast eftir að vera í nýjum meirihluta en fulltrúar hinna flokkanna hafa ákveðið að vera samstíga í þeim viðræðum sem eru fram undan.

Píratar vilja ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum og því nokkuð ljóst að flokkarnir þrír þurfa að leita til Framsóknarflokksins. Fréttablaðið segir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, hafi fundað með að minnsta kosti fjórum oddvitum annarra borgarstjórnarflokka í gær. Þeirra á meðal voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi sagði Einar að Framsóknarflokkurinn væri með mjög skýrt umboð til pólitískrar forystu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt