fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

„Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með þetta?“

Eyjan
Föstudaginn 29. apríl 2022 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gekk hart að Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, á opnum fundi fjárlaganefndar í dag þar sem ráðherra set fyrir svörum vegna sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka, en salan hefur harðlega verið gagnrýnd undanfarnar vikur.

Björn Leví spurði Bjarna út í það mat sem fór frá á tilboðsgjöfum og á hvaða grundvelli hafi verið ákveðið að skerða úthlutum fjárfesta með ólíkum hætti.

Síðan spurði Björn Leví:

„Bjarni heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem að hefur gengið á undan. Bara þú veist, vafninginn, Sjóð 9, sendiherrakapalinn, Falson og skýrsludótið. Bara eftir allt þetta vesen, sem þú og flokkurinn þinn er búinn að láta þjóðina ganga í gegnum á undanförnum áratug. Bara þú veist, allir aðrir, myndi maður halda, stjórnmálamenn, sem hafa bara svona snefil af virðingu fyrir siðmenntuðu samfélagi væru búnir að segja af sér út af hverju einasta máli í þessu. Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með þetta?

Bjarni taldi spurninguna ekkert annað en áróður og mátti merkja að hann væri heldur óhress með spurninguna. Engu að síður svaraði hann henni og benti Birni Leví á að enginn annar þingmaður hefði fleiri atkvæði bak við sig en Bjarni sjálfur.

„Þetta er bara áróður sem þú ert að þylja hérna upp og þú flytur hann hérna inn í þessa nefnd líka. Og ég hef bara aldrei átt í vandræðum með það að mæta kjósendum í þessu landi, ganga í gegnum kosningar, mæta þér og öðrum mótframbjóðendum, svara fyrir mig og mín mál. Uppistaðan að öllu því sem þú ert að telja hér upp er áróður og nú gengum við til kosninga í september síðast liðnum, og þar var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig heldur en nokkur annar sem fékk kosningu í þeim Alþingiskosningum og það var sá sem þú ert að tala við núna.“

Björn Leví spurði þá hvort Bjarni teldi það hollt íslensku samfélagi að fjármálaráðherra þeirra seldi banka til föður síns.

„Þetta er bara áróður sem þú ert að flytja hér, þetta er framsetning sem stenst ekki skoðun…“ sagði Bjarni þá en komst ekki lengra því Björn Leví greip fram í, líkt og margir aðrir höfðu gert á fundinum á undan honum. Bjarna til nokkurrar mæðu sem ítrekaði kvartaði undan því og virtist á köflum sjáanlega pirraður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna