fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

„Svona er nú þessi blessaða barátta“

Eyjan
Þriðjudaginn 13. desember 2022 12:03

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi „algjör einhugur“ innan stjórnar og samninganefndar VR um að skrifa undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gær. Þarna virðist Ragnar vera ósammála frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem sagði að Ragnar Þór hafi orðið undir í stjórn félagsins og hafi ekki viljað ljúka við samningana eins og staðan var í gær.

Vísaði Fréttablaðið til heimilda sem hermdu að einungis Ragnar og einn annar stjórnarmaður í fimmtán manna fullskipaðri stjórn VR hafi ekki viljað skrifa undir og hafi Ragnar svo rokið á dyr eftir undirritunina og ekki viljað vera með á uppstilltri mynd af samningamönnum í Karphúsinu í gær.

Ragnar skrifar í færslu á Facebook að samninganefnd VR hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ná sem bestri niðurstöðu og viti Ragnar fyrir vissu að ekki hafi verið hægt að komast lengra miðað við aðstæður.

„Kæru vinir.

Í gær undirrituðu VR, Landssamband verslunarmanna og samflot iðn- og tæknigreina sem eru MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn og VM. Samningarnir fara nú í kynningu hjá félagsfólki okkar og um leið í atkvæðagreiðslu.

Ég vil nota tækifærið og þakka samninganefndum félaganna og þá sérstaklega öllu því frábæra starfsfólki sem lagði á sig mikla vinnu, nótt sem nýtan dag, í gegnum þetta ferli. Ég fullyrði að þetta samstarf og sú mikla samheldni sem einkenndi þessi vinnu skilaði okkur betri niðurstöðu en annars hefði orðið.

Við gerðum allt og þá meina ég allt sem í okkar valdi stóð til að ná sem bestri niðurstöðu fyrir okkar hópa og get ég sagt með vissu að lengra varð ekki komist miðað við aðstæður.“

Ragnar segir að það hafi verið samdóma álit samninganefnda félaganna að setja samninginn í dóm félagsfólks og algjör einhugur innan stjórnar og samninganefndar VR um að skrifa undir.

„Það var samdóma álit samninganefnda félaganna að setja samninginn í dóm okkar félagsfólks og þar við situr.

Ég vil einnig nota tækifærið og skora á Samtök atvinnulífsins að boða samninganefnd Eflingar tafarlaust á fund og gera þeim tilboð sem þau geta ekki hafnað. Það er ekki léttvægt að skrifa undir kjarasamning vitandi af 26 þúsund félögum okkar í Eflingu sem sitja eftir samningslaus við þessar aðstæður og það rétt fyrir jólin. Þó svo að SA hafi sett einhverjar óljósar línur um hvað má semja um og hvað ekki er ljóst að fordæmalaust góðæri ríkir í fjármála og atvinnulífinu. Sú staða er óbreytt.

Það var algjör einhugur innan stjórnar og samninganefndar VR um að skrifa undir samninginn og leggja hann í dóm félagsfólks okkar.“

Auðvitað hafi öll viljað gera betur, eins og alltaf og ekki óeðlilegt að tilfinningar séu miklar

„Auðvitað vildum við öll gera betur og ná meiru fram, það er alltaf þannig. Við sem störfum á vettvangi kjarabaráttunnar brennum fyrir því sem við erum að gera og ekkert óeðlilegt að tilfinningar séu miklar þegar aðstæður eru krefjandi og langlundargeðið gagnvart okkar viðsemjendum hverfi þegar markmiðum okkar er ekki fyllilega náð.

En svona er nú þessi blessaða barátta.

Nú tekur við kynning og atkvæðagreiðsla og tímasett vinna við gerð langtímasamnings að því gefnu að félagsfólk okkar samþykki nýgerðan skammtímasamning.

Að lokum sendi ég mína sterkustu strauma og baráttukveðjur til þeirra stéttarfélaga og samninganefnda þeirra sem eftir eiga að setjast við samningaborðið og er það einlæg ósk mín að þau nái sem bestum samningum fyrir sitt fólk“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki