fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Eyjan

„Fyrstu viðbrögð Eflingar við dómi sem féll í gær“

Eyjan
Fimmtudaginn 8. desember 2022 09:53

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir félagið nú liggja undir feldi að íhuga hvort niðurstöðu þriggja dóma, þar sem fyrrum starfsmönnum Eflingar voru dæmdar miskabætur vegna uppsagna þeirra, verði áfrýjað.

Greinir Sólveig frá þessu á Facebook þar sem hún vísar til tilkynningar sem hefur birst á vef Eflingar um málið. Segir hún að um sé að ræða fyrstu viðbrögð Eflingar við dómunum.

„Fyrstu viðbrögð Eflingar við dómi sem féll í gær. Við munum skoða með lögmönnum okkar hvort tilefni er til að áfrýja dómunum eða hvort rétt sé að láta kyrrt liggja í ljósi þess að langstærstum hluta krafnanna hefur verið hafnað,“ skrifar Sólveig.

Efling bendir á að starfsmennirnir þrír hafi lagt fram gífurlega háar skaða- og miskabótakröfur sem dómstóllinn hafi ekki fallist á nema að mjög litlu leyti. Lítur Efling svo á að dómarnir byggist ekki á því að Efling hafi brotið gegn réttindum starfsmanna á neinn hátt heldur sé með þeim staðfest að Efling hafi gætt að ákvæðum kjara- og ráðningarsamninga við uppsagnir.

„Efling telur a þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar í málunum varðandi miskabætur séu a.m.k. ekki rétt að öllu leyti. Þannig voru t.d. dæmdar miskabætur vegna framkvæmdar uppsagnar sem sýnt var fram á að að hefði verið að öllu leyti til samræmis við ráðgjöf fagaðila í mannauðsmálum, auk þess sem í öðru málanna virðist sem Efling sé látin bera ábyrgð á umfjöllun ótengds aðila í fjölmiðlum.“

Samkvæmt dómsorði var Efling talin hafa farið offari með saknæmum og ólögmætum hætti gagnvart starfsmönnunum þremur. Einum starfsmanni hafi verið vísað á dyr með meiðandi hætti, annar starfsmaður hafi verið áminntur af ósekju og gagnvart þriðja starfsmanninum hafi verið mjög óvægin fjölmiðlaumræða sem Efling var talin bera ábyrgð á. Dómarnir hafa allir þrír verið birtir og eru aðgengilegir hér, hér og hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Skeljungur og AB gera samsstarfsamning

Skeljungur og AB gera samsstarfsamning
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhannes Þór segir rangt að kenna ferðaþjónustunni um verðhækkanir á húsnæðismarkaði

Jóhannes Þór segir rangt að kenna ferðaþjónustunni um verðhækkanir á húsnæðismarkaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik