fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Hvetur RÚV til að slaufa útsendingum frá HM í Katar

Eyjan
Föstudaginn 18. nóvember 2022 11:00

Ólafur Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Hauksson, almannatengill og fyrrverandi blaðamaður, segir að það eina siðferðilega rétta í stöðunni hjá RÚV sé að sýna ekki frá HM fótbolta sem senn hefst í Qatar. Ástæðan sé sú að í gegnum sjónvarpið áformi þetta ríki þrælahalds, kúgunar og mannréttindabrota að skapa af sér glansmynd með hjálp vinsælustu íþróttar heims. Þetta kemur fram í aðsendri grein Ólafs sem birtist á Vísi í morgun.

„Það er RÚV ekki sæmandi að segja fréttir af dauða 6.500 verkamanna við að byggja fótboltastúkurnar og hefja svo daginn eftir beinar útsendingar frá þeim sömu mannvirkjum. Með slíkri útsendingu er verið að ganga erinda böðlanna. Sjónvarpi allra landsmanna er ekki stætt á því að vera þátttakandi í falskri glansmyndasýningu frá Katar,“ skrifar Ólafur.

Vinsældirnar ekki afsökun fyrir meðvirkni

Hann segir það enga afsökun fyrir  fyrir meðvirkni í mannréttindabrotum að HM sé svo vinsæl og margir ætli að horfa. Að mati Ólafs þrífst allur óþverraskapurinn vegna sjónvarpsútsendinganna og af engri annarri ástæðu.

„Það minnsta sem áhugafólk um fótbolta getur gert til að sýna andúð á framferði Katara er að neita sér um að horfa á HM. Hvetja RÚV til að hætta við útsendingarnar. Um leið eru það skýr skilaboð til FIFA, alþjóðasamtaka knattspyrnusambanda, vegna þeirrar spillingar sem leiddi til þess að Katar var valið til að halda HM,“ skrifar hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun