fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Jón vill hreinsa sig af ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti – Reiðubúinn að víkja ef stofnuð verður rannsóknarnefnd

Eyjan
Föstudaginn 7. október 2022 11:00

Jón Hjaltason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Hjaltason, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi á Akureyri, er einn leikenda í hörðum innanflokksátökum sem geisað hafa í Flokki fólksins undanfarið. Jón hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar þessara átaka en situr áfram sem bæjarfulltrúi og í skipulagsráði Akureyrarbæjar. Formaður flokksins, Inga Sæland, hefur farið fram á að hann segi af sér en til að svo verði vill Jón verða hreinsaður af ásökunum sem hann segir ósannar.

Þrjár konur í flokknum á Akureyri komu fram með harðar ásakanir á þá Jón, Brynjólf Ingvarsson og Hjörleif Hallgrímsson, um einelti og kynferðislega áreitni. Síðar var upplýst að ásakanir um kynferðislega áreitni beindust eingöngu að Hjörleifi en hinir voru sakaðir um yfirgang og einelti. Jón og Brynjólfur sögðu sig úr flokknum í kjölfar þessara ásakana en Brynjólfur var rekinn úr flokknum.

Jón fer yfir málið í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag og bendir á að ásakanir um einelti hafi aldrei komið til tals fyrr en þann 13. september en þó hafi slík framkoma átt að hafa viðgengist í flokknum frá því snemma í sumar. Deilurnar hafi áður snúist um að bola Brynjólfi Ingvarssyni úr flokknum og hefur Jón eftir Ingu Sæland að Brynjólfur hafi bruggað henni launráð.

Jón segist reiðubúinn að víkja úr skipulagsráði Akureyrarbæjar að uppfylltum mjög skýrum skilyrðum:

„Nú verður hver að dæma fyrir sig en í mig er hlaupin kergja. Ég skil hins vegar gagnrýni Ingu Sæland og er reiðubúinn að víkja ef stjórn f lokksins hrindir í framkvæmd eigin samþykkt um að skipa hlutlausa rannsóknarnefnd er fari ofan í kjölinn á þessu máli. Síðan verði haldinn blaðamannafundur í húsakynnum Flokks fólksins þar sem konurnar þrjár, formaður og varaformaður játi mistök, biðjist afsökunar og dragi allan ósómann til baka – því ég er ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu slíkrar rannsóknar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“