Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, Ólafur Kjartansson, er sagður þiggja laun fyrir aukastarf sem lagt var niður árið 2015. Fjármálaráðuneytið segir Ólaf hafa þegið þessi aukalaun ekki í góðri trú og krefjast eigi endurgreiðslu á þeim.
Stundin greinir frá þessu.
„Úrvinnslusjóður hefur ofgreitt framkvæmdastjóra sjóðsins, Ólafi Kjartanssyni, yfir 10 milljónir króna í laun undanfarin sjö ár. Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt stjórn Úrvinnslusjóðs að það telji Ólaf ekki hafa verið „í góðri trú“ þegar hann lét Sjóðinn halda áfram að greiða sér fyrir störf sem hann sinnti ekki lengur,“ segir í frétt Stundarinnar.
Ólafur Kjartansson hefur verið framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs frá árinu 2003. Hann hefur fengið sérstakar mánaðarlegar greiðslur ofan á framkvæmdastjóralaun sín fyrir að leiða stýrinefnd umg raf- og rafeindatækjaúrgang. Kjararáð ákvað árið 2013 að Óalfur fengið viðbótarlaun upp á rúmlega 120 þúsund krónur á mánuði. Stýrinefndin var hins vegar lögð niður árið 2015 og laun Ólafs hækkuð og fastri yfirvinnugreiðslu bætt ofan á laun hans til að dekka öll aukastörf. Ólafur hefur hins vegar haldið áfram að þiggja þessi aukalaun fyrir að stýra nefnd sem er ekki til.
Fram kemur í bréfi sem fjármálaráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði seint í ágúst að ráðuneytið telur tilefni fyrir Úrvinnslusjóð til að krefja forstjórann endurgreiðslu á ofteknu aukalaununum.