fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Ólafur sagður hafa þegið laun í sjö ár sem hann átti ekki að fá – Fékk greitt fyrir aukastarf sem búið var að leggja niður

Eyjan
Fimmtudaginn 6. október 2022 14:00

Ólafur Kjartansson. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, Ólafur Kjartansson, er sagður þiggja laun fyrir aukastarf sem lagt var niður árið 2015. Fjármálaráðuneytið segir Ólaf hafa þegið þessi aukalaun ekki í góðri trú og krefjast eigi endurgreiðslu á þeim.

Stundin greinir frá þessu.

„Úrvinnslusjóður hefur ofgreitt framkvæmdastjóra sjóðsins, Ólafi Kjartanssyni, yfir 10 milljónir króna í laun undanfarin sjö ár. Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt stjórn Úrvinnslusjóðs að það telji Ólaf ekki hafa verið „í góðri trú“ þegar hann lét Sjóðinn halda áfram að greiða sér fyrir störf sem hann sinnti ekki lengur,“ segir í frétt Stundarinnar.

Ólafur Kjartansson hefur verið framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs frá árinu 2003. Hann hefur fengið sérstakar mánaðarlegar greiðslur ofan á framkvæmdastjóralaun sín fyrir að leiða stýrinefnd umg raf- og rafeindatækjaúrgang. Kjararáð ákvað árið 2013 að Óalfur fengið viðbótarlaun upp á rúmlega 120 þúsund krónur á mánuði. Stýrinefndin var hins vegar lögð niður árið 2015 og laun Ólafs hækkuð og fastri yfirvinnugreiðslu bætt ofan á laun hans til að dekka öll aukastörf. Ólafur hefur hins vegar haldið áfram að þiggja þessi aukalaun fyrir að stýra nefnd sem er ekki til.

Fram kemur í bréfi sem fjármálaráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði seint í ágúst að ráðuneytið telur tilefni fyrir Úrvinnslusjóð til að krefja forstjórann endurgreiðslu á ofteknu aukalaununum.

Sjá nánar í Stundinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?