fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Eyjan

Bjarni kominn heim úr fríinu og skýtur fast á Samfylkinguna – „Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín“

Eyjan
Föstudaginn 21. janúar 2022 17:25

Myndin er mögulega samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er kominn heim úr skíðaferðinni. Líklega væru slík tíðindi ekki frásögu færandi nema fyrir það hversu harkalega stjórnarandstaðan á þinginu hefur gagnrýnt ferðalagið.

Þegar þing kom saman í fyrsta sinn á nýju ári á mánudaginn kröfðust þingmenn svara um hvort Bjarni væri í fríi, enda væri fyrsta mál á dagskrá þingsins lagafrumvarp Bjarna til stuðnings fyrirtækja í veitingarekstri vegna óvissu í atvinnulífi í heimsfaraldri COVID.

Meðal þeirra sem gagnrýndu ráðherra var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem í kaldhæðni þakkaði forseta Alþingis fyrir að upplýsa þingmenn um fjarveru Bjarna þegar verið væri að takast á um risastór mál er varði efnahag almennings og fyrirtækja í landinu. Spurði hún hvort að Bjarni væri í embættisferð eða persónulegu fríi:

„Af því að við eigum, held ég, rétt á að vita hvort hæstvirtur fjármálaráðherra, sem tók mjög takmarkað þátt í umræðu um fjárlög hér fyrir jól og milli jóla og nýárs vegna þess að hann var þá Covid-smitaður, hvort það geti verið að hann telji bara Alþingi Íslendinga vera svo ómerkilegan stað að hann þurfi ekki að mæta hingað til að ræða við þingmenn þjóðarinnar og fulltrúa almennings hér innanhúss.“

Undir þetta tók Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sem benti á að fjórir ráðherrar hafi verið fjarverandi á ríkisstjórnarfundi þegar nýjar takmarkanir voru kynntar.

„Það er þriðjungur ríkisstjórnar fjarverandi þegar það er verið að kynna íþyngjandi ráðstafanir vegna heimsfaraldurs. Nú bítur hæstvirtur fjármálaráðherra höfuðið af skömminni með því að vera fjarverandi þegar við ræðum um efnahagsaðgerðir vegna þessara sömu sóttvarna, takmarkana og þróun veirunnar yfirleitt.“ 

Nú getur stjórnarandstaðan tekið gleði sína á ný þar sem Bjarni er kominn heim. Hann deilir tíðindunum á Facebook þar sem hann nýtti færið og skaut föstum skotum á Samfylkinguna en eins útskýrði hann að hann hafi aðeins verið að nýta uppsafnað frí, en slíkt mun vera nokkuð alengt á íslenskum vinnumarkaði – að nýta frí sitt það er að segja.

„Það er alltaf gott að koma heim. Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín. Það yljar manni að finna að fólki er ekki sama um mann.

Svo virðist sem stjórnarandstaðan hafi átt mjög erfitt með þetta. Svo mjög að jafnvel þótt ég hafi uppsafnað frá byrjun árs 2020 aðeins verið erlendis í um 2 vikur leið þeim eins og ég væri fluttur af landinu.

Þetta verður fljótt að jafna sig trúi ég en er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Samfylkingin dregur rangar ályktanir af staðreyndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð