fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Jana Salóme gefur kost á sér til að leiða VG fyrir norðan

Eyjan
Mánudaginn 10. janúar 2022 11:02

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi á Akureyri, gefur kost á sér til að leiða lista VG á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi.

Jana er menntaður efnafræðingur, með gráðu í mannauðsstjórnun og hefur starfað sem hótelstjóri á sumrin, en vinnur nú á veitingastaðnum Berlín. Jana situr í Umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar og í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands. Auk þess situr hún í stjórn VG á Akureyri, er formaður stjórnar kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi og varaformaður Ungra vinstri grænna.

Í fréttatilkynningu frá Jönu Salóme segir hún að Akureyrarbær hafi allt sem til þarf til að vera leiðandi í umhverfismálum. Nauðsynlegt sé að taka afgerandi afstöðu í loftslagsmálum, bæta aðstöðu fyrir aðra samgöngumáta en einkabílinn, fara í innleiðingu á nýju leiðarkerfi strætó og flýta framkvæmdum á samþykktu stígakerfi bæjarins. Loftgæði á Akureyri eigi aldrei að fara yfir heilsuverndarmörk, börn, aldraðir og lungnasjúklingar eigi ekki að þurfa að sleppa útiveru vegna slæmra loftgæða. Nauðsynlegt sé að gætt sé að jafnræði barna í sveitarfélaginu og stefna þarf að gjaldfrjálsum skólamáltíðum og tekjutengingu leikskólagjalda. Einnig þurfi  að auka valfrelsi barna um hvers kyns mat þau borða í skólum og leikskólum og leggja þarf meiri áherslu á grænkerafæði. Einnig þurfi að huga að framtíðarmönnun leikskóla sveitarfélagsins, svo fátt eitt sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus