fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Eyjan

Brexit skerðir samkeppnishæfni Bretlands og verkafólk verður fátækara

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brexit hefur skert samkeppnishæfni Bretland, mun draga úr framleiðni og verkafólk verður fátækara en ef ekki hefði komið til úrsagnar Breta úr ESB.

Þetta eru niðurstöður nýlegrar rannsóknar. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður rannsóknarinnar sýni að Brexit hafi valdið hærri framfærslukostnaði í Bretlandi, dregið úr fjárfestingum og að Bretar hafi glatað mikilvægum mörkuðum.

Það var the Resolution Foundation sem gerði rannsóknina í samvinnu við the London School of Economics. Niðurstöður hennar sýna að Brexit hefur dregið úr samkeppnishæfni Bretlands og þrengt að efnahagslífinu. Þess utan hefur úrsögnin valdið hærri framfærslukostnaði og dregið úr fjárfestingum.   

Nýjar reglur, tengdar Brexit, sem tóku gildi í janúar 2021 drógu ekki eins mikið úr útflutningi til ESB og margir höfðu spáð. Innflutningur frá ESB dróst meira saman en innflutningur frá ríkjum utan sambandsins eftir því sem segir í rannsókninni.

Meðal helstu niðurstaðna er að framleiðni verkafólks mun dragast saman um 1,3% á þessum áratug vegna breytinga á fríverslunarsamningum. Þetta mun hafa í för með sér minni hækkun launa en ella þannig að laun verkafólks verða 470 pundum lægri á ári en ella.

Reiknað er með 30% samdrætti í sjávarútvegi og margir munu missa vinnuna í greininni. Breskur sjávarútvegur er ekki mikill að umsvifum en margir innan greinarinnar börðust fyrir Brexit og töldu úrsögn ávísun á betri tíma í sjávarútvegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps