fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Vel launaðir bæjarstjórar – Fá 2 til 2,5 milljónir á mánuði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 07:59

Almar Guðmundsson hefur ágæt laun í Garðabæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að margir bæjarstjórar séu ekki á neinum sultarlaunum. Laun margra eru á bilinu 2 til 2,5 milljónir króna á mánuði og virðist ekki skipta miklu máli hversu margir búa í sveitarfélögunum sem þeir stýra. Þannig eru laun Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, og Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Ölfusi, svipuð. Sá munur er þó á að hver borgarbúi greiðir 16 krónur á mánuði í laun til Dags en hver íbúi í Ölfusi greiðir Elliða 841 krónu á mánuði í laun.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Fram kemur að Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sé launahæst með rúmlega 2,5 milljónir á mánuði. Þetta er byggt á óformlegri könnun Fréttablaðsins á launakjörum í nokkrum af fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Aðeins var tekið tillit til launa, ekki aukagreiðslna á borð við símakostnað eða ferðakostnaði.

Garðbæingar greiða Almari Guðmundssyni tæplega 2,5 milljónir á mánuði fyrir að sinna starfi bæjarstjóra en forveri hans, Gunnar Einarsson, var með rúmlega 3 milljónir.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, er í þriðja sæti en hann fær rúmar 2,4 milljónir á mánuði. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, er í fjórða sæti.

Það vekur athygli að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er aðeins í fimmta sæti launalega séð og stýrir hann þó stærsta sveitarfélagi landsins.

Ekki er búið að semja við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði, eða Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, en þessi sveitarfélög hafa lengi verið í fremstu röð þegar kemur að launakjörum bæjarstjóra.

Launahæstu bæjarstjórarnir eru með hærri laun en ráðherrar og seðlabankastjóri. Þeir fjórir launahæstu eru með hærri laun en forsætisráðherra.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?