fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Eyjan

Engin börn verða send til Grikklands að þessu sinni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 27. maí 2022 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlendingastofnun segir að ekki standi til að vísa neinum börnum eða fjölskyldum þeirra til Grikklands, en undanfarið hefur stofnunin legið undir harðri gagnrýni vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að undanfarin tvö ár hafi framkvæmd frávísana verið háð miklum takmörkunum vegna faraldurs COVID-19 og sóttvarnarreglna á landamærum þeirra ríkja sem brottvísa á til.

„Grikkland hefur nýlega afnumið slíkar reglur en önnur lönd eins og til dæmis Ítalía eru enn með takmarkanir í gildi og stendur því ekki til að hefja undirbúning fylgda til Ítalíu eins og stendur. Ekki stendur heldur til að fylgja fólki sem hér dvelur til Ungverjalands nema í samráði við stjórnvöld þar í landi en Ungverjaland hefur opinberlega lýst yfir neyðarástandi í málefnum flóttamanna samkvæmt upplýsingum frá stoðdeild ríkislögreglustjóra.“

Undanfarið hafi listi um fyrirhugaðar brottvísanir tekið nokkrum breytingum þar sem fjöldi fólks hafi fengið mál sín endurupptekin hjá Útlendingastofnun vegna langrar veru þeirra í landinu.

Í umræðunni hefur verið talað um að vísa eigi um 300 manns úr landi en í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að staðan í dag sé sú að vísa eigi 197 úr landi.

„Þar af hefur 102 einstaklingum verið synjað um vernd við efnislega meðferð umsóknar og bíða þess að vera fylgt til heimalands. 29 bíða endursendingar til annars Evrópuríkis á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 51 bíður endursendingar til annars Evrópuríkis á grundvelli þess að njóta þar þegar alþjóðlegrar verndar. 15 einstaklingum á listanum hefur verið gert að yfirgefa landið eftir að hafa fundist hér í ólögmætri dvöl.“

„Tvær fjölskyldur með börn eru í þeim hópi en ljóst er að þeim verður ekki fylgt úr landi þar sem réttur til efnislegrar meðferðar stofnast á næstu dögum vegna langrar dvalar þeirra í landinu. Stoðdeild er því á þessari stundu ekki að undirbúa neinn flutning á börnum eða fjölskyldum þeirra til Grikklands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn

Píratinn í minnihlutanum er launahæsti bæjarfulltrúinn