fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Aukinn þrýstingur sagður á Dag. B. Eggertsson um að ræða við Sjálfstæðismenn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 08:00

Vaxandi þrýstingur er sagður á Dag um að ræða við Sjálfstæðismenn. Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddvitar borgarstjórnarflokkanna héldu áfram að ræða saman í gær og þreifa fyrir sér um myndun meirihluta. Þeir hittust og ræddu saman í síma. Umræðan snerist um Framsóknarflokkinn og hvort flokkurinn vilji horfa til hægri eða vinstri við myndun meirihluta.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi átt langan fund með Einari Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins, í gær. Hefur blaðið eftir heimildarmönnum að fundurinn hafi verið árangursríkur hvað varðar að glöggva sig á stöðunni og hugsanlegum samstarfsflötum.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að Hildur hafi fundað með fulltrúum annarra flokka í gær en þó ekki fulltrúum Samfylkingarinnar.

Staðan er galopin í borginni og ekki hægt að útiloka marga kosti enn um sinn nema út frá yfirlýsingum Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Samfylkingarfólk er sagt segja að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé langsótt en hafnar því ekki alfarið.

Morgunblaðið segir að innan Samfylkingarinnar séu margir farnir að ókyrrast, meðal annars vegna þess að þeir telji að samningar við Framsóknarflokkinn geti orðið dýrir og erfiðir ef það sé eini kosturinn. Sé því vaxandi þrýstingur á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að opna fyrir samræður við Sjálfstæðisflokkinn en Dagur hefur ekki viljað ræða við Hildi fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði