fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. maí 2022 15:32

Snorri Ásmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Ásmundsson, listamaður og oddviti Kattaframboðsins, er stoltur af framboðinu þrátt fyrir að það hafi ekki náð manni inn á Akureyri. Þá segist hann vera þakklátur öllum sem komu að því.

Þetta segir Snorri í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Hann óskar jafnframt sigurvegurum kosninganna til hamingju. „Við áttum okkar sigra og getum verið ánægð. Niðurstaða Kosninga eru skýr skilaboð því meirihlutinn ræður, því miður,“ segir hann.

„Akureyringar eru ekki tilbúnir í breytingar og líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur. Ég slepp við að vera fastur á Akureyri næstu fjögur árin og frelsið er yndislegt.“

Snorri segist vera þakklátur og hamingjusamur fyrir sitt hlutskipti og að viðhorf hans séu ávallt lituð af þakklæti.

„Takk frambjóðendur og kjósendur kattaframboðsins þið eruð blessuð og tilbúin í ævintýri og ykkar bíður góðir tímar. Þið hin eigið vonandi eftir að sjá eftir að hafa ekki kosið kattaframboðið og frelsið. En vonandi endurskoðar ný bæjarstjórn bannið við lausagöngu katta og ég óska þeim þá velfarnaðar. Guð blessi Akureyringa.“

Eins og fyrr segir fékk Kattaframboðið ekki nógu mikið kjör til að ná inn fulltrúa í bæjarstjórnina en flokkurinn fékk alls 4,1% í kosningunum. Flesta fulltrúa fékk Bæjarlistinn eða þrjá á meðan Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fá tvo hvor. Þá fengu Samfylkingin, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn einn fulltrúa á mann.

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður kosninganna á Akureyri:

  • B-listi Framsóknarflokksins: 17,0% – 2 fulltrúar
  • D-listi Sjálfstæðisflokksins: 18,0% – 2 fulltrúar
  • F-listi Flokks fólksins: 12,2% – 1 fulltrúi
  • K-listi Kattarframboðsins: 4,1% – 0 fulltrúar
  • L-listi Bæjarlistans: 18,7% – 3 fulltrúar
  • M-listi Miðflokksins: 7,9% – 1 fulltrúi
  • P-listi Pírata: 3,1% – 0 fulltrúar
  • S-listi Samfylkingarinnar: 11,9% – 1 fulltrúi
  • V-listi Vinstri grænna: 7,2% – 1 fulltrúi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“