fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Eyjan

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 12. maí 2022 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing Vinstri Grænna (VG) á samfélagsmiðlinum Facebook vakti athygli í nótt og í morgun. Þar mátti sjá slagorð Vinstri Grænna í Hafnarfirði „Göngum lengra í Hafnarfirði“ en í kjölfarið kom textinn „Setjum X við D„.

Eins og flestir vita þá er listabókstafur Vinstri grænna ekki D heldur V. Listabókstafurinn D tilheyrir Sjálfstæðisflokknum.

Skjáskot af auglýsingunni hafa gengið um á samfélagsmiðlum þar sem fólk veltir því fyrir sér hvort þetta sé í fyrsta sinn sem flokkur kaupi auglýsingu til að segja fólki að kjósa annan flokk, eða hvort að aðgangur VG á Facebook hafi mögulega verið hakkaður, eða hvort að Vinstri Græn í Hafnarfriði væru að ganga helst til langt með slagorðið „Göngum lengra“.

DV sló á þráðinn til oddvita VG í Hafnarfirði, Davíðs Arnars Stefánssonar, sem segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða hjá birtingahúsi.

Davíð Arnar sló þó á létta strengi og sagði:

„Við erum bara orðin svo peppuð að við erum farin að peppa alla aðra flokka líka og þar með talið Sjálfstæðisflokkinn. Það er auðvitað gaman að því.

Ég held að þetta sé fyrst og fremst til að sýna að við erum ánægð með flesta flokka í bænum og viljum að öllum gangi vel. En svona til að útskýra þetta þá eru þetta náttúrulega bara mistök hjá birtingahúsinu sem mögulega er að vinna með Sjálfstæðisflokknum líka.“ 

Blaðamaður benti Davíð á að nú gætu sumir velt því fyrir sér hvort að ruglingurinn hafi stafað af nafni hans eða með öðrum orðum xD fyrir Davíð.

„Já sem er auðvitað náttúrlega borðleggjandi,“ sagði Davíð og bætti við að kjarni málsins væri líklega sá að á auglýsingastofunni hafi verið unnið fram eftir nóttu og menn orðnir þreyttir og því eitthvað skolast til. „Ég held að þetta séu bara mannleg mistök þannig lagað séð.“

Nú hafi auglýsingin verið leiðrétt en þó gæti tekið einhvern tíma fyrir leiðréttinguna að fara í gegn.

Davíð hvetur kjósendur, að sjálfsögðu, til að merkja X við V í Hafnarfirði á laugardaginn.

„Ef fólk vill virkilega ganga lengra, þá ætti það að kjósa VG.“ 

Eins og sjá má hefur auglýsingin vakið þó nokkra athygli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum