fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Eyjan

Elín segir Íslandsbankaklúðrið bera öll merki þess sem Styrmir Gunnarsson sagði – „Bestu vinir aðal“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 08:00

Elín Hirst. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar Styrmir heitinn Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, kom fyrir rannsóknarnefnd Alþingis eftir hrun sagði hann: „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Þetta voru sláandi orð og eftirminnileg og koma því miður sterkt upp í hugann núna þegar við stöndum frammi fyrir einu mesta klúðri í íslensku samfélagi frá því fyrir hrun. Því miður ber Íslandsbankaútboðið öll merki þeirra orða sem Styrmir lét falla eftir hrun.“

Svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann skrifar Elín Hirst og ber hann fyrirsögnina „Bestu vinir aðal“.

Segir Elín að nú séu bestu vinir aðal mættir til leiks að nýju. Þeim hafi verið færð margs konar auðæfi á silfurfati og hafi fengið aðvörun innan úr stjórn- og fjármálakerfinu skömmu fyrir hrun svo þeir hafi getað forðað háum fjárhæðum rétt áður en Geir Haarde tilkynnti þjóðinni að bankarnir væru fallnir. „Á sama tíma stóðu venjulegir Íslendingar sem áttu fé í bönkunum frammi fyrir því að hafa tapað miklum peningum á meðan að ,,bestu vinir aðal“ gátu forðað sínu fé, að minnsta kosti góðum hluta,“ segir Elín.

Hún segir síðan að Íslendingar séu heiðarlegt og sómakært fólk upp til hópa og hafi engan áhuga á að hagnast á kostnað samfélagsins eða annarra. „Enda leið hinum venjulega Íslendingi virkilega illa á sál og líkama lengi eftir hrun. Ekki bara höfðu menn tapað sparifé sínu, arfi eftir foreldra eða sparifé barna- og barnabarna, heldur upplifðu menn líka sára skömm yfir því að vera Íslendingur og að þetta skyldi gerast í nafni okkar þjóðar. Þessi tilfinning var lengi að hverfa. Nú fjórtán árum eftir hrun gerir þessi skömm aftur vart við sig af fullum krafti. Við felum kjörnum fulltrúum okkar mikla ábyrgð. Við gerum miklar kröfur til þessa sama fólks um að það beri fyrst og síðast almannahag fyrir brjósti. Þegar selja á eigur almennings verður það að gerast í gegnsæju og opnu söluferli. Það verður líka að vera hægt að grípa inn í og stöðva ferlið ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta virðist hafa mistekist algerlega í þessu máli og því verður ekki sópað undir teppi,“ segir hún síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ

Ritstjórinn sækist eftir fyrsta sæti í Mosfellsbæ
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós

Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gagnrýndur fyrir að kalla kílómetragjaldið barnaskatt – „Börn mega ekki einu sinni keyra“

Gagnrýndur fyrir að kalla kílómetragjaldið barnaskatt – „Börn mega ekki einu sinni keyra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík

Orðið á götunni: Allt upp í háaloft hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem