fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Björn Gíslason gefur kost á sér í 3. sæti

Eyjan
Laugardaginn 12. febrúar 2022 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Fylkis, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu sem haldið verður í næsta mánuði.

Björn er fæddur 5. apríl 1955 og ólst upp í Vogahverfinu í Reykjavík. Hann stundaði íþróttir af kappi á sínum yngri árum og spilaði handbolta með Fram. Björn er kvæntur Karólínu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Björn er trésmiður að mennt en hann hlaut meistararéttindi árið 1982. Hann hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur árið 1981 og varð þar varðstjóri og síðar sviðsstjóri. Hjá slökkviliðinu sótti Björn margvísleg námskeið og sinnti fjölbreyttum störfum, meðal annars kennslu, forvörnum og stjórnun á sviði almannavarna. Hann var framkvæmdastjóri SHS fasteigna ehf. frá árinu 2001. SHS fasteignir eru dótturfélag Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Félagið stóð meðal annars að byggingu Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð þar sem allir lykilaðilar í björgunarstörfum á Íslandi starfa.

Á kjörtímabilinu hefur Björn setið í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og öldungarráði. Þá situr hann nú í umhverfis- og heilbrigðisráði, Innkaupa- og framkvæmdaráði, íbúðaráði Árbæjar og Norðlingaholts og er varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Enn fremur á Björn sæti í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og leigufélagsins Bríet.

Hyggst beita sér fyrir bættum samgöngum og auknu lóðaframboði

„Í störfum mínum sem borgarfulltrúi og áður sem varaborgarfulltrúi hef ég öðlast yfirgripsmikla þekkingu á málefnum borgarinnar. Rekstur borgarinnar snertir flest svið mannlegs lífs eins og gefur að skilja.

Ég mun beita mér fyrir bættum samgöngum og auknu lóðaframboði.  Húsnæðisverð heldur áfram að hækka þrátt fyrir vaxtahækkanir, framboð af íbúðum hefur minnkað hratt og er 70% minna en fyrir ári síðan. Það sjá það allir að þetta gengur ekki upp en við þessu verður að bregðast strax.

Þá mun ég halda áfram að beita mér fyrir auknu aðgengi barna og ungmenna að íþrótta- og tómstundastarfi með þátttöku borgarinnar. Jafnframt er mikilvægt að lýðheilsa og lífsgæði eldri borgara séu í fyrirrúmi en stuðla verður að aðgengi aldraðra að skipulagðri íþróttastarfsemi. Frá árinu 2011 hef ég verið formaður íþróttafélagsins Fylkis þar sem mikil gróska hefur verið í íþróttastarfi. Ásamt öflugu fólki ruddi ég þar brautina fyrir rafíþróttadeild félagsins sem hefur gefið börnum í Árbæ, sem áður stunduðu engar íþróttir eða tómstundir, vettvang við hæfi.

Enn fremur legg ég áherslu á að í leik- og grunnskóla verði nám sem hæfir öllum og fjölbreytni í skólastarfi. Fleiri valkostir verði í boði þegar kemur að námsleiðum og fjölbreytt rekstrarform skóla. Umgjörð skólastarfs verði í nútímalegu formi og umhverfi þess tryggt með fullnægjandi viðhaldi á skólahúsnæði.

Með þessum áherslum tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn geti náð árangri í því endurreisnarstarfi sem brýn þörf er fyrir á komandi kjörtímabili í borginni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“