fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Guðmundur öskureiður út í Maskínu eftir að flokkur hans mældist með 0,1% fylgi – „Þið eruð gjörsamlega ömurlegt könnunarfyrirtæki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. september 2021 22:00

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Könnunarfyrirtækið Maskína birti í dag nýja könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og felur hún í sér ýmis tíðindi, til dæmis þau að núverandi ríkisstjórn fellur ef niðurstöður kosninganna verða í samræmi við þessa niðurstöðu, stjórnarflokkarnir fengju samtals 29 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður í 21 prósenta fylgi miðað við þetta en Samfylkingin bætir við sig, fer upp í 14,6 prósenta fylgi.

Í frétt Vísis um könnunina segir um Frjálslynda lýðræðisflokkinn: „Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn kemst varla á blað með 0,1 prósenta fylgi og þar af leiðandi engan þingmann.“

Þetta fer fyrir brjóstið á Guðmundi Franklín, oddvita og stofnanda flokksins, en hann birtir á Facebook-síðu sinni það sem hann kallar opið bréf til „SkoðanaHönnunarfyrirtækisins Maskínu“.

Guðmundur ávarpar framkvæmdastjóra Maskínu, Þóru Ásgeirsdóttur, og segir:

„Þóra Ásgeirsdóttir ja og þú kannt væntanlega ekki stærðfræði 1/1000 = 0,1% …..3/3000 = 0,1%… þið eruð gjörsamlega ömurlegt könnunarfyrirtæki sem gerir allt fyrir Framsóknarflokkinn. Það er ekkert að marka ykkur, ekki neitt. Þið eruð nkl. birtingarmynd spillingarinnar sem við í Frjálslynda lýðræðisflokknum ætlum að stoppa.

Þið tókuð sérstaklega fram að við mældumst varla, afhverju ætli það sé? Gæti skýringin verið sú að við erum ekki nefnd á nafn? Eruð þið að hjálpa lýðræðinu með þessu eða reyna að vera kúl. Þið eruð að stunda pólitíska skemmdarverkastarfsemi á smáflokk með hegðun ykkar og ættuð að skammast ykkar,… einhverjar eru áhyggjurnar! Þetta er óverjandi blekkingarleikur hjá ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“