fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Síðasta áætlunarflug Icelandair til Vestmannaeyja er á morgun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 11:30

Nú verða Eyjamenn að reiða sig á Herjólf þar sem ekkert áætlunarflug verður í boði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá og með næstu mánaðamótum og því verður síðast flug félagsins þangað á morgun. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, hefur óskað eftir fundi með samgönguráðherra og stjórnendum Vegagerðarinnar vegna málsins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. „Við teljum mikilvægt að í samgöngum til og frá Eyjum séu bæði ferja og flug. Því er mjög miður að forsvarsmenn Icelandair hafi ákveðið að hætta flugi hingað. Ég tel það vera á ábyrgð ríkisins að tryggja eðlilega og góðar samgöngur milli lands og Eyja,“ er haft eftir Írisi.

Icelandair hóf áætlunarflug til Eyja skömmu fyrir síðustu jól og tók þá við því af flugfélaginu Erni sem hafði haldið því uppi um tíma en taldi ekki grundvöll fyrir áframhaldi. Nú er sama staða komin upp hjá Icelandair. Þegar mest var í sumar var flogið átta sinnum í viku á milli lands og Eyja en í ágúst hafa ferðirnar verið fimm í viku.

„Við sáum fram á að eftirspurn stæði ekki undir flugi til Vestmannaeyja í september. Ákváðum því að ljúka sumaráætlun okkar mánuði fyrr en áformað var, í lok ágúst í stað september. Flugið gekk ágætlega í sumar en við höfðum þó væntingar um meiri eftirspurn og teljum að margir samverkandi þættir hafi haft þar áhrif. Við bjuggumst til dæmis við að heimamenn í Eyjum nýttu sér þjónustuna í meira mæli í sumar en raunin varð,“ er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“