fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Brynjar slefaði yfir Ólympíuleikunum og vill nú að stjórnvöld takmarki sjónvarpsgláp – „Hefur alvarlega heilsufarslegar afleiðingar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaðurinn kaldhæðni, er búinn að standa í ströngu undanfarið við að horfa á Ólympíuleikana í Tókýó og telur heilsu sinni standa ógn af hámáhorfinu. Því þykir honum það afbragðs hugmynd að stjórnvöld skipi ný nýtt þríeyki til að takast á við óhóflegt sjónvarpsgláp þjóðarinnar og grípa inn í stöðuna með takmörkunum.

Brynjar vekur athygli á málinu í hnyttinni færslu á Facebook, en Brynjar er orðin landsmönnum vel kunnugur fyrir skemmtilega samfélags-ádeilupistla á Facebook sem sjaldnast ber að taka alvarlega.

„Stórmót í íþróttum geta verið stórhættuleg lífi og heilsu fólks. Á ég þá ekki við íþróttafólkið sjálft heldur okkur sem stundum langlegu fyrir framan skjáinn. Sérstaklega hættulegt þegar evrópumótið í fótbolta og ólympíuleikarnir lenda á sama sumri, sem gerist víst alltaf.

Nú hef ég legið í sófanum allan minn vökutíma og horft á ólympíuleikana með því að skipta á milli RUV, Júrósport og Danmark Radio. Skiptir ekki máli hvaða íþrótt er verið að keppa í á hverjum tíma.“

Rekinn í rúmið

Brynjar gerir ekki á milli Ólympíugreinanna og horfir á allt sem hann kemst í á sínum vökutíma.

„Horfi jafnvel á siglingakepppni, hvort sem er á kæjökum eða seglbátum, glímu, þar sem menn kútveltast langtímum saman með andlitið í klofinu á hvor öðrum og svo grét ég með Viktori Axelsen, danska badmintonspilaranum eftir frækilegan sigur hans á komúnistanum frá Kína. Soffía frænka sendi mig hins vegar í rúmið þegar ég var farinn að horfa á lyftingar kvenna, sem eru ekki nema einn og tíu á hæð og vega innan við 50 kíló.“

Langvarandi slef

Brynjar segist hafa orðið fyrir heilsubrest sökum glápsins og furðar sig á því að stjórnvöld hafi ekki gripið inn í ástandið.

„Svona langlega við sjónvarpsgláp hefur alvarlega heilsufarslegar afleiðingar. Gigt og annar stoðkerfisvandi gerir vart við sig og svo er legusár þekkt þegar keppni dregst á langinn. Dregur mjög úr allri heilastarfsemi og þurrkur í munnholi algengur eftir langvarandi slef við áhorfið. Það kemur mér því mjög á óvart að stjórnvöld hafi ekki brugðist við þessari heilsuvá, til dæmis með því að skipa nýtt þríeyki með Birni Inga. Væri gaman að hafa upplýsingafundi um eitthvað annað en smittölur og hvað margir hósta og hafa misst bragð- og lyktarskyn.“

Nýtt þríeyki

Gengur hann jafnvel svo langt að leggja til þess að landsmönnum verði settar takmarkanir í sjónvarpsglápi og jafnvel meinað um áhorf tiltekna daga vikunnar líkt og tíðkaðist hér forðum daga.

„Er ekki rétt að ríkisstjórnin setji einhverjar reglur um sjónvarpsgláp? Svo sem um hvað megi horfa lengi í beit og hvort ekki sé rétt að einn dag í viku megi ekki kveikja á sjónvarpinu, til dæmis á fimmtudögum. Þau hljóta að geta fundið einhvern sérfræðing til að mæla með slíkum reglum, jafnvel vísindamann. Félagsvísindamönnum í Noregi tókst að fá stjórnmálamenn til að banna áhrifavöldum að fótósjoppa myndir af sér á samfélagmiðlunum.“

Líklega verður Brynjar þó að bíta í það súra epli að ekki sé hægt að setja landsmönnum reglur varðandi sjónvarpsgláp enda aðeins horft á línulega dagskrá á elliheimilum og biðstofum heilbrigðisstofnana og stjórnvöld hafa ekkert boðvald yfir streymisveitum á borð við Disney eða Netflix nema með því að takmarka aðgang landsmanna að Internetinu sjálfu. En slíkt mun ekki vera í samræmi við frjálslyndari áherslur Sjálfstæðisflokksins sem vill svo til að er flokkur Brynjars og er jafnframt í núverandi ríkisstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki