fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur lýsir vanda fjórflokksins – Segir þá fasta í leit að „aðlaðandi hugmyndum, nýrri ímynd, galsa og glimmeri, töff fólki“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 13:57

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjörbreytt landslag blasir við íslenskum stjórnmálaflokkum í kjölfar mestu breytinga á pólitíska landslaginu síðari tíma. Þetta segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar og pistlahöfundur í Fréttablaðinu í grein sinni í blaðinu þessa helgina. Auk þess að hafa fylgst með og fjallað um stjórnmál í áratugi sem fjölmiðlamaður, sat hann sjálfur á þingi um sinn.

“Sigmundur afi var með þetta nokkurn veginn á hreinu, en lífsgæfan væri á að giska þríþætt; að vera bjartsýnn, ná sér í góða eiginkonu og að kjósa Framsóknarflokkinn. Þar með gengi lífið upp. Ævina á enda,“ skrifar Sigmundur.

Hann skrifar áfram:

Hér er aldeilis engu logið – og er þar nokkuð langur vegur frá, því lífið var svona, akkúrat jafn ferkantað og það var klórað niður á klöpp. Flokkurinn fæddi menn. Og flokkurinn ól upp fólk. Hér áður fyrr.

Fjórflokkurinn frá því á síðustu öld var ólseigt kvikindi. Það ætlaði ekkert hann að drepa. Þjóðfélagið var enda haganlega beislað að hætti íhaldssamrar vanafestu og feðraveldis af stöðnuðustu sort. Það lá á að koma karlmönnum í embætti. Og flokkarnir höfðu einmitt það hlutverk, að sjá sínum bestu mönnum farborða. Dúsan vissi á dágott djobb – og ekkert endilega við hæfi, eða að verðleikum, enda aukaatriði að menn réðu við þau. Bara að rétti rassinn passaði í stólinn. Til frambúðar. Ævilangt. Eins og dæmin sanna. Átakanlega mörg.

Og afi fékk starfa á lagernum í kjallaranum hjá KEA þegar hann gafst upp á búskapnum í afskekktri sveit. Hann átti það inni. Og amma skipti aldrei við aðra verslun eftir það. Ef það fékkst ekki í kaupfélaginu þurftu þau hjónin ekki á því að halda. Þannig var það bara. Einfalt og klárt.

Þetta skipulag á íslenskum stjórnmálum á nú undir högg að segja, segir Sigmundur. Nú eru menn ekki lengur vinstrimenn, hægrimenn, miðjumenn eða kratar. Stjórnmálaflokkar eiga ekki lengur atkvæðin, segir hann, og fjórflokkurinn á undir högg að sækja.

Tangarhald flokkanna á fólki er horfið. Þökk sé upplýsingu, fjölmiðlun og tjáningarfrelsi. Það er stærsta breytingin í síðari tíma stjórnmálasögu Íslands.

Gott ef það er ekki einmitt svo að fólki er núna slétt sama hvað það kýs. Nú til dags. Og það er bylting, fremur en breyting. Af því að eignarhald flokkanna á fólki var svo til algert í árdaga.

Annað er í dag. Í pólitískum skilningi er fólkið frjálst.

Stóra verkefni stjórnmálaflokka í dag er að aðlaga sig að þessum breyttum veruleika, segir Sigmundur. Veruleikanum þar sem fólk kýs ekki lengur flokka heldur hugmyndir. Segir hann flokkunum hafa tekist illa til við þetta og hafa orðið sveiflukenndari og ófyrirsjáanlegri fyrir vikið. „Flestir flokkar eru á flótta undan sjálfum sér. Nú til dags. Þeir eru í ákafri leit að aðlaðandi hugmyndum, nýrri ímynd, galsa og glimmeri, töff fólki,“ skrifar hann.

Sigmundur fer þá yfir stöðu stjórnmálaflokkanna eins og þeir leggja sig, og er óhætt að segja að gagnrýni Sigmunds er beitt.

Tökum stöðuna.

Nú er svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn, gamla meginstoðin í íslenskri pólitík, treður marvaðann á milli Miðflokksins og Viðreisnar, fastur í fjórðungsfylgi þjóðarinnar – og ætlar sér neðar en það, einarðlega, af því að fjöldafylgisstefnan virðist vera fyrir bí. Flokkur allra er að verða flokkur fárra.

Miðflokkurinn er að einangrast sem afturhald, einnar stefnu úthrópun af tagi allrahandareddingar, en líður fyrir karllæga ásýnd sína, á meðan Viðreisn hefur fest sig í fari frjálslyndis og alþjóðahyggju á þeim tímum þegar enginn horfir lengra en nef sér. En þetta eru einmitt öfgarnar í íslenskri pólitík um þessar mundir.

Samfylkingin er að éta sig innan frá, þekkir ekki lengur uppruna sinn, breiðfylkinguna, en heldur þess í stað í villta vinstrið, yfirgefur miðjuna, langar að vera vægari útgáfa af VG en fer ekki vel að vera eftirlíking.

Og VG er auðvitað líka í sínum tilvistarvanda, stjórnmálaaflið atarna sem bjargaði Flokknum gamla frá áhrifaleysi fyrir tæpu kjörtímabili eða svo – og á erfitt með að meta hvort hann dafni betur í faðmi íhaldsins eða frjálslyndari flokka. En aldrei hefur vinstriflokkur verið jafn áttavilltur.

Píratar sigla sinn sjó. En reyna að breyta röstum. Vilja ekki vera hægri. Þó þeir séu það. Vilja ekki vera vinstri. Þó þeir séu það. Og eru sjálfsagt kratar. Eins og flestir flokkarnir á þingi eru í dag.

Flokkur fólksins auglýsir. Það er það sem hann gerir. Kemur fram í útvarpsauglýsingum. Og á fyrir því. Hann vill meina að engin fátækt verði á Íslandi eftir að hann tekur við. Og mælist í fjórum prósentum.

Sósíalístar. Jæja, sjáum til.

En rofar þó til í dómsdagsspá Sigmundar þegar kemur að Framsókn. „En Framsókn er ef til vill límið. Eftir allt saman hafði kannski Sigmundur afi rétt fyrir sér. Að þar væri komin lífsgæfan sjálf,“ skrifar Sigmundur yngri.

Líklega hefur enginn flokkur staðið betur af sér klofninginn á síðustu árum í stjórnmálasögu Íslands. Og hann er ekkert að reyna að vera annar en hann er. Kannski er það galdurinn. Að vera eins og maður á að sér.

Hann er hefðbundinn f lokkur. Það er beinlínis eins og hann nenni ekki að breyta sér. Hann virðist trúa ennþá á gildi sín. Þau eru sum hver, vel að merkja, eldri en fullveldi þjóðarinnar. Og duga honum.

Fjórflokkurinn lifir enn, segir Sigmundur, en varla.

Framsókn og íhaldið, kommarnir og kratarnir. Og svo einhverjar útgáfur af þeim flokkum öllum, en síbreytilegar flækjast þær hverjar innan um aðrar svo eftir stendur kjósandinn sem sér varla muninn. Átta flokkar, níu flokkar. Tíu? Aldrei fleiri. Líklega býttar það ekki öllu. En mestu varðar að fólkið ræður. Ekki flokkarnir. Ekki lengur. Og mikið óskaplega skiptir það miklu máli fyrir heilsufar samfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun