fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Eyjan

Þetta kemur Gísla Marteini sífellt á óvart – Vill að Íslendingar verði róttækari

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson fjallaði um róttækni á Íslandi í færslum sem birtust á Twitter í dag. Hann sagði að það kæmi sér sífellt á óvart hversu lítil róttækni væri hér á landi og finnst að Íslendingar þurfir að vera duglegri í henni, enda sé mikið af ósanngirni og óréttlæti sem þurfi að laga.

„Verð alltaf jafn hissa þegar ég uppgötva (aftur og aftur) hvað róttæka fólkið á Íslandi er lítið róttækt. Umhverfissinnar, frjálshyggjufólk, sósíalistar, bílleysingjar, öfgafemínistar. Það vantar miklu meiri róttækni. Nógu mikið er af ósanngirni og óréttlæti sem þarf að laga.“

Gísli bætti síðan við:

„Ég vil samt taka fram að ég dáist að öllu róttæka fólkinu sem er að leggja frítíma sinn, orku og geðheilsu að veði í baráttu fyrir betra samfélagi og betri heimi. Vildi bara að það væru fleiri með þeim og gætu verið með meiri truflun og læti til að koma okkur uppúr hjólförum.“

Færslur Gísla vöktu þónokkra athygli og sköpuðu mikla umræðu. Brynhildur Yrsa Valkyrja og Ólöf Tara Harðardóttir, meðlimir Öfga voru á meðal þeirra sem svöruðu tístum Gísla og bentu á hversu erfitt það gæti verið að vera róttækur á Íslandi. Brynhildur sagði:

„Róttækni er kæfð í fæðingu af lögreglu, dómsvaldinu, því hve fáir eru tilbúnir að fara alla leið, gerendameðvirkni… og bara name it. Burn out meðal aktívista eru mjög tíð. Ég hef verið mjög róttæk í 6 ár en brenn út inn á milli. Þessi sjálfboðavinna getur verið mjög erfið.“

Ólöf lýsti þá hvernig geðheilsa hennar væri dregin í efa og minntist á ógeðfelldar og grófar hótanir sem hún hefur fengið. Hún tók fram að róttæknin væri eitthvað sem hún hefði ákveðið sjálf, en tæki verulega á.

„Ég veit bara mína eigin upplifun. Geðheilsa mín er stanslaust dregin í efa. Ég er gagnrýnd fyrir of ljótt orðaval. Ég er búin að fá hótanir um nauðgun, líkamsárasir ect… Ég vel þetta sjálf, en þetta tekur líka á oft á tíðum.“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata svaraði færslu Ólafar og sagði að það þyrfti sterk bein til að vera róttækur femínisti.

„Kannski sérstaklega skýrt einmitt með róttæku femínistana, þar sem mótstaðan verður svo persónuleg að fólk brennur út fyrr en varir. Það þarf virkilega sterk bein til að standa í framvarðarsveitinni þarna.“

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson tjáði sig einnig um málið. Hann telur ástæðuna fyrir skorti á róttækni vera dómhörkuna sem finna megi í litlu samfélagi líkt og Íslandi.

„Stemmir örugglega af því að dómharkan í litlu samfélagi er skekkt til íhaldssemi. Svo minnsta róttækni er strax dæmd sem skelfileg sérviska og brjálæði. Það er ekki auðvelt að vera róttækur í samfélagi sem dæmir fólk úr leik við minnsta frávik. Lítið af kimum til að blómstra í.“

Gísli tók undir þetta og minntist á baráttu þeirra sem börðust fyrir mannréttindum hinsegin fólks.

„Sammála. Samanber að þau sem voru að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum hinsegin fólks voru stimpluð róttæk og kreisí en þau sem voru á móti því þurftu ekkert að gera annað en að þumbast við, þegja eða kvarta undan æsingnum í hinum.“

Svavar tók þá dæmi úr eigin lífi, þegar hann var annað hvort of róttækur, eða ekki nægilega róttækur.

„Ég man að þegar ég dróst inn í mótmæli á sínum tíma fékk ég að vita að „þetta væri nú ekki listamanni sæmandi og vont fyrir verkefnastöðuna“, um leið og soft vinstra fólkið hljóp hvert yfir annað til að sverja af sér þennan róttækling. Svo var maður ekki nógu róttækur fyrir hina.“

Enn fleiri tjáðu sig um málið, þar á meðal Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs og fyrrverandi þingkona, og píratinn Valgerður Árnadóttir. Sú síðarnefnda sagði fólk sem væri ekki róttækt sjálft ekki geta sagt öðrum að vera róttækt.

„Með fullri virðingu, manneskja sem er ekki róttæk sjálf, tekur ekki slaginn sjálf, getur ekki sagt öðrum að gera það. Ég er eins róttæk og ég get verið án þess að verða alveg útskúfuð úr samfélaginu. Og ég er sammála, við þurfum fleiri róttæklinga!!“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun