fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Valhöll titrar: Áslaug sökuð um kosningasvindl – Stal Magnús bróðir kjörskránni?

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var lögð fram kvörtun á hendur Ás­laugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna meintra brota á reglum í prófkjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík. Líkt og flestir vita eru flokkssystkinin Ás­laug og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í baráttu um efsta sætið í Reykjavík, en prófkjörið sjálft hefst á morgun. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Kvörtunin varðar Magnús Sigur­björns­son, bróður og kosningastjóra Ás­laugar Örnu, en hann á að hafa verið með aðgang að mjög nákvæmri flokksskrá flokksins.

Í kvörtuninni segir:

„Í ljós hefur komið að Magnús Sigur­björns­son, bróðir Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur, fram­bjóðanda í prófkjörinu og kosninga­stjóri, hafði að­gang að flokksskrá Sjálf­stæðis­flokksins, það er ná­kvæmar og stöðugt uppfærðar upp­lýsingar um flokks­menn, í að­draganda próf­kjörsins og eftir að fram­boðs­frestur í próf­kjörinu rann út,“

Þá segir í segir að skrif­stofa Sjálf­stæðis­flokksins hafi ekkert að­hafst í málinu fyrr en um­boðs­maður fram­boðsins hafi óskað eftir upp­lýsingum síðast­liðinn mánu­dag. Í ljós hafi komið að Magnús hafi haft að­gang að flokks­skránni. Þeim aðgangi á síðan að hafa verið lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu