fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Margir minnast Gunnars – „Þetta er sorgardagur. Mikill vinur minn fallinn frá“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er einn bekkjarbróðir minn í X-bekknum í Menntaskólanum í Reykjavík fallinn í valinn. Gunnar vann stórvirki, á meðan hann var bæjarstjóri í Kópavogi, enda var nauðsynlegt að taka þar til hendinni. Þar naut dugnaður hans og útsjónarsemi sín vel,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í eftirmælum um Gunnar Birgisson á Facebook-síðu sinni.

Eins og við greindum frá í morgun lést Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, á heimili sínu í gær.

Gunnar, sem fæddist árið 1947, var bæjarstjóri í Kópavogi 2005 til 2009. Hann var bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015 til 2019 og gegndi stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps tímabundið á síðasta ári. Hann var alþingismaður Reyknesinga frá 1999 til 2003 og Suðvesturkjördæmis frá 2003 til 2006. Hann átti sæti í fjölda nefnda og stjórna og gegndi ýmsum trúnaðarstöðum á þeim vettvangi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður og óperusöngvari, segir að Gunnar hafi gert bæjarfélagið Kópavog að því flaggskipi sem það er í dag. Gunnar hafi verið afburðamaður sem aðrir reyndu að halda niðri:

„Ég dáðist alla tíða að Gunnari Birgissyni, fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi, sem gerði bæjarfélagið að því flaggskipi sem það er í dag.

Enginn bæjar- eða borgarstjóri fyrr eða síðar er með tærnar þar sem hinn stórhuga Gunnar var með hælana og þá hvað kraft og uppbyggingu varðar, nema auðvitað Davíð Oddsson og Gunnar Thoroddsen.

Ég þekki einn af starfsmönnum sem vann á bæjarskrifstofunni. Viðkomandi gaf honum toppeinkunn og sagði að hann hefði verið fyrstur á bæjarskrifstofuna á morgnana og síðastur úr húsi á kvöldin, en aldrei þreyttur.

Að sjálfsögðu var séð fyrir því að Gunnar fengi ekki þá framgöngu á Alþingi sem hann átti skilið. Menn hafa vit á að halda mönnum eins og Gunnari niðri.

Meðalmennskan er alltaf söm við sig.“

Undir færslu Guðbjörns minnast margir Gunnars með stuttum en hjartnæmum hætti. Þór Jónsson fjölmiðlamaður segir:

„Þetta er sorgardagur. Mikill vinur minn fallinn frá.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun