fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Eyjan

Brynjar gefur kost á sér í 2. sæti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. maí 2021 17:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hann sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurprófkjörinu í júní. Brynjar segist stefna á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík.

Tilkynning hans er svohljóðandi:

Ég vil segja ykkur það fyrst, kæru fésbókarvinir, að ég býð mig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Stefni á að verða i framvarðarsveit flokksins í Reykjavík. Hugmyndir mínar og grundvallarafstaða til þess hvernig þjóðfélagið á að þróast fara mjög vel saman við stefnu Sjálfstæðisflokksins Bjargföst er trú mín á einstaklinginn, dugnað hans, áræðni og sköpunarkraft. Við þurfum að skapa umhverfi til að atvinnulífið getið notið kraftsins sem býr í einstaklingnum og þannig skapað velferð sem allir njóti.

Sjálfstæðisflokkurinn á sóknarfæri í komandi kosningum. Við sjálfstæðismenn verðum að tala fyrir stefnunni sem byggist á okkar pólitísku sýn og forðast að festast í dægurumræðu og skyndilausnum. Tölum skýrt, komum hreint fram og sýnum kjark og þor.

Ég vil skora á ykkur öll og aðra sem vilja hafa áhrif á uppstillingu á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík að taka þátt í prófkjörinu. Einnig vil ég skora á sem flesta að bjóða sig fram. Margir öflugir frambjóðendur og góð þátttaka mun styrkja flokkinn fyrir komandi kosningar í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Oddvitaslagur Viðreisnar í Reykjavík: Vilja ekki Kópavogsmódelið – þarf að auka dagvistun leikskólabarna, ekki skera niður

Oddvitaslagur Viðreisnar í Reykjavík: Vilja ekki Kópavogsmódelið – þarf að auka dagvistun leikskólabarna, ekki skera niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Jóladagatal Miðflokksins

Svarthöfði skrifar: Jóladagatal Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ég kýs að túlka niðurstöðuna þannig að kjarni flokksins treysti mér út frá mínum verðleikum“

„Ég kýs að túlka niðurstöðuna þannig að kjarni flokksins treysti mér út frá mínum verðleikum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þiggur sætið en segir að Heiða Björg hafi átt betra skilið

Þiggur sætið en segir að Heiða Björg hafi átt betra skilið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn eru hræddir við Pétur – skrá sig í Samfylkinguna til að kjósa Heiðu

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn eru hræddir við Pétur – skrá sig í Samfylkinguna til að kjósa Heiðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi

Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi