fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

„Grafalvarleg“ fjárhagsstaða Ísafjarðarbæjar – Sveitarfélagið „ætti með réttu að vera komið í gjörgæslu“

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 31. maí 2021 17:00

Frá Ísafirði. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er augljóst að fjárhagsstaða Ísafjarðarbæjar er grafalvarleg. Meirihlutinn og bæjarstjórinn þeirra virðist hafa misst alla yfirsýn á reksturinn, áhuga á verkefninu sem og þá ábyrgðartilfinningu sem fólk í þessum hlutverkum verður að hafa.“

Þetta kemur fram í bókun sem bæjarfulltrúar Í-lista lögðu fram á síðasta bæjarstjórnarfundi Ísafjarðarbæjar. Þá lagði bæjarstjóri fram til fyrri umræðu ársreikning bæjarfélagsins, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2020.

Í bókun Í-listans segir ennfremur: „Flest virðist því benda til þess að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 hafi verið illa unnin, of lág á útgjaldahliðinni og of há á tekjuhliðinni. Við köllum því eftir betri útskýringum til að ná utan um þetta. Miðað við þá stöðu sem blasir við okkur í þessum ársreikningi, ætti sveitarfélagið með réttu að vera komið í gjörgæslu hjá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.“

Yfir 600 milljóna króna rekstrarhalli

Bæjarins besta fjallar um ársreikning Ísafjarðarbæjar og segir niðurstöðu í rekstri mun lakari en upphaflega stóð til.

Þegar tekið er saman allur rekstur sveitarfélagsins, A og B hluta stofnanir þá varð hallinn 608 m.kr. en áætlað hafði verið að afgangur 168 m.kr. yrði. Munurinn er 776 m.kr.

Laun og tengd gjöld er langstærsti útgjaldaliðurinn og var hann alls 3 milljarðar króna í fyrra.

Engin skemmtiferðaskip

Daginn eftir að fyrri umræða um ársreikninginn átti sér stað á fundi bæjarstjórnar, þann 22. maí, birti Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs, aðsenda grein í Bæjarins besta sem bar yfirskriftina „Bjart framunda í Ísafjarðarbæ.“

Í greininni sagði Daníel: „Rekstur síðasta árs var erfiður sem á ekki að koma á neinum óvart. COVID áhrifin komu hart niður á rekstri sveitarfélagsins og valda því að umtalsverður halli er á rekstrinum en rekstrarhalli síðasta árs nemur um 600 milljónum. Heildartekjur A og B hluta voru rétt liðlega 5 milljarðar á síðasta ári og lækka um 300 milljónir milli ára eða tæplega 6%. Tekjulækkunin milli ára er bein afleiðing af COVID faraldrinum en þar vega þyngst skerðingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og minni tekjur af höfninni. Tekjur hafnarinnar drógust mikið saman þar sem ferðir skemmtiferðaskipa féllu alfarið niður á síðasta ári vegna COVID.“

Ljós við enda ganganna

Þar kom ennfremur fram: „Að sjálfsögðu er enginn ánægður með að halli sé á rekstri sveitarfélagsins en það er mikilvægt að horfa til þess að um tímabundnar og óviðráðanlegar aðstæður er að ræða. Þrátt fyrir þetta er staða Ísafjarðarbæjar sterk og ekkert sem bendir til annars en við verðum fljót að vinna okkur út úr þessu ástandi. Það styttist í að við sigrumst á veirunni sem leikið hefur heimsbyggðina grátt og daglegt líf færist í fyrra horf. Ljósið við enda ganganna verður bjartara með degi hverjum og framtíðin í okkar samfélagi er björt.“

Forseti bæjarstjórnar lagði á fundi bæjarstjórnar að vísa umræðu um ársreikning 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn og var tillagan samþykkt með öllum atkvæðum greiddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“