fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Eyjan

Bjarni segir að framferði skæruliðadeildar Samherja sé hlægilegt miðað við það sem Baugur gerði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 30. maí 2021 13:51

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framganga aðila innan Samherja, sem nýverið var afhjúpuð eftir leka farsímagagna, var til umræðu í umræðum formanna þingflokkanna í Silfrinu á RÚV í dag. Birtar hafa verið samræður þröngs hóps aðila innan Samherja sem sýna áform um að njósna um og ófrægja fjölmiðlamenn auk þess að freista þess að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu, sem og á prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum.

Logi Ólafsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta vera dæmi um hvað óhófleg auðsöfnun gæti verið hættuleg lýðræðinu, hagsmunagæslan yrði svo grimmileg og fyrirtæki svifust einskis. Sagði hann þetta kalla á endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Í sama streng tók Þórhildur Sunna Ævarsdóttir frá Pírötum og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þvertók fyrir að þetta mál hefði eitthvað að gera með fiskveiðistjórnunarkerfið. Það væri umræðu vert hvernig fyrirtæki gætu nýtt auð sinn til að hafa áhrif á samfélagsumræðuna, meðal annars með  eignarhaldi á fjölmiðlum. Minnti Bjarni þá á Baugsveldið sem hefði gefið út Fréttablaðið á sínum tíma. Jóhannes heitinn í Bónus hefði keypt stórar auglýsingar í blöðum til að vinna gegn einum frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, Birni Bjarnasyni. Tilburðir Samherjamanna nú væru hlægilegir við hliðina á þessari framgöngu Baugs á sínum tíma. Þetta framferði væri Samherja hins vegar ekki til sóma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%