fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Eyjan

Diljá sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 1. maí 2021 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ætlar að gefa kost á sér í 3. sæti í próf­kjöri sjálf­stæðismanna í Reykja­vík fyr­ir kom­andi Alþingis­kosn­ing­ar sem fram fer þann 4. og 5. júní næstkomandi.

Diljá Mist Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 21. desember 1987. Hún öðlaðist málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti í desember 2016, yngst kvenna á Íslandi. Diljá er með meist­ara­próf í lög­fræði frá Háskóla Íslands en hún starfaði áður sem fulltrúi á lögmannsstofunni Lög­máli. Auk meist­ara­prófs í lög­fræði er Diljá með LL.M. gráðu í auð­linda­rétti og alþjóð­legum umhverf­is­rétti frá Háskóla Íslands. Þá er Diljá stúd­ent frá Verzlunarskóla Íslands. Hún er gift Ró­berti Bene­dikt Ró­berts­syni, fjár­mála­stjóra, og eiga þau tvö börn.

Í tilkynningu um framboðið segir Diljá að mikilvægast sé að horfa á stóru myndina. Hún segir að forræðishyggja og vaxandi afskipti ríkisins af venjulegu fólki sé mikið áhyggjuefni. „Í frjálsu samfélagi er hagsmunum okkar best borgið, þar nýtur hvert og eitt okkar sín best – fjölbreytileiki mannlífsins er okkar helsti styrkleiki. Við höfum staðið okkur best þegar við treystum á okkur sjálf. Nú eigum við að horfa óhrædd og björtum og augum til framtíðar,” segir hún

Undanfarin ár hefur Diljá aðstoðað Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, en hún hóf störf sem aðstoðarmaður hans árið 2018. Störf Diljár innan ráðuneytisins hafa meðal annars snúið að þróunarsamvinnu sem er orðinn veigamikill hluti af utanríkismálum Íslands og leiddi hún starfshóp um innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi.

Diljá hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún er varaborgarfulltrúi flokksins í Reykjavík og hefur hún átt sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Hún tók sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar árið 2009. Þá var Diljá annar vara­for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna 2007-2009 og vara­for­maður Heimdallar 2009-2010. Diljá sat enn fremur í stjórn Varð­ar, full­trúa­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík 2016-17, svo dæmi séu tekin.

Diljá mun taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates

Nína Richter skrifar: Þegar Zoom drap Sókrates
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi