fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Eyjan

Brynjar segir að Bjarni sé búinn að gefast upp – „Vonar bara að kjósendur gleymi“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 1. maí 2021 16:44

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verið á milli tannanna á ýmsum þjóðþekktum einstaklingum eftir að hann kom Samherja til varnar í kjölfar þess að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði að eitthvað þyrfti að gera til að verja starfsmenn hins opinbera.

Brynjar fer yfir vikuna í nýjustu færslu sinni á Facebook. Þar segir hann að síðasta vika hafi kennt sér margt um umræðu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. „Ég birti grein í byrjun vikunnar í tengslum við umræðu um Samherja og mikilvægi þess að allir væru jafnir fyrir lögum og mættu verja sig gegn ásökunum. Lauk ég greininni með því að benda Bubba vini mínum á, sem hafði kvartað yfir þögn þingmanna um Samherjamálin, að það þyrfti öflug útflutningsfyrirtæki til að standa undir heiðurslaunum manna til æviloka,“ segir Brynjar,

„Þessi einföldu sannindi, sem öllum eru ljós, ollu samt verulegri geðshræringu í samfélaginu og umræðan fór um víðan völl og óskyldu grautað saman. Stórleikaranum Jóhanni Sigurðarsyni, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, varð verulega brugðið við skrif mín og gott ef ekki fauk í hann líka. Skrifaði hann langa ritgerð um mikilvægi Bubba og frægðarverk hans og ef ég skildi hann rétt voru þau slík að ekki væri hægt að meta það til fjár.“

Þá fer Brynjar yfir það þegar Hallgrímur Helgason rithöfundur benti á að Brynjar fær sjálfur hærri laun frá ríkinu en Bubbi. „Nú skattakóngurinn til margra áratuga, Hallgrímur Helgason, benti á að laun mín væru miklu hærri en Bubba þótt ég gerði miklu minna gagn. Það verður ekki af Hallgrími tekið að hann er mjög fyndinn og sniðugur.“

Brynjar segir að það eina sem kom fram af viti í umræðu síðustu viku á samfélagsmiðlum hafi verið þegar Bubbi sagði að Brynjar væri eins og torfbær í jakkafötum sem væri að reyna að vera fyndinn. „En ég má víst þakka fyrir það að hann kallaði mig ekki pjakk eða prinsessu. Annars er það merkilegt að það skuli vera skopmyndateiknarar Fréttablaðisins sem helst hafa tilfinningu fyrir því samfélagi sem við lifum í.“

„Vonar bara að kjósendur gleymi“

Í athugasemdunum við færsluna veltir lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson því fyrir sér hvort Bjarni Ben, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sé ekki að reyna að hafa hemil á Brynjari. „Er formaðurinn ekkert að reyna að hafa hemil á þér?“ spyr Sveinn.

Brynjar svarar Sveini og segir að Bjarni sé búinn að gefast upp á því að reyna það. „Nei, er búinn að gefast upp á því. Vonar bara að kjósendur gleymi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið hjólar í „systurflokkana“

Morgunblaðið hjólar í „systurflokkana“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vala segir fjölmiðla svipta íslenskuna fegurð sinni og þokka – „Hún hefur nefni­lega ekkert með frjáls­lyndi eða kven­réttindi að gera“

Vala segir fjölmiðla svipta íslenskuna fegurð sinni og þokka – „Hún hefur nefni­lega ekkert með frjáls­lyndi eða kven­réttindi að gera“