fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Forsætisnefnd ræðir meintan trúnaðarbrest Jóns Þórs og Andrésar Inga

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. mars 2021 08:59

Jón Þór og Andrés Ingi, samsett mynd. Mynd/Anton Brink Andrés Ingi Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisnefnd Alþingis mun í dag ræða ummæli Jóns Þórs Ólafssonar og Andrésar Inga Jónssonar, þingmanna Pírata, sem þeir létu falla í viðtölum eftir lokaðan fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrir helgi.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Jón Þór, sem er formaður nefndarinnar, og Andrés Ingi hafa verið sakaðir um trúnaðarbrest eftir fundinn. Á hann mætti Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og svaraði spurningum nefndarmanna um samtöl sín við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, á aðfangadag í tengslum við mál Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og efnahags- og viðskiptaráðherra, en hann hafði sótt samkvæmi á Þorláksmessukvöld þar sem grunur lék á að sóttvarnarreglum hefði ekki verið framfylgt.

Málið komst í hámæli þegar fjölmiðlar fengu tilkynningu frá lögreglunni að morgni aðfangadags, svokallað dagbók lögreglunnar, þar sem fram kom að „háttvirtur ráðherra“ hefði verið í samkvæmi sem lögreglan stöðvaði. Áslaug Arna ræddi síðan tvisvar við Höllu Bergþóru á aðfangadag um málið.

Eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sögðu Jón Þór og Andrés Ingi að tilefni væri til að skoða samskipti Áslaugar og Höllu betur miðað við það sem Halla hefði sagt. Þeir hafa verið gagnrýndir fyrir þessi ummæli og sagðir hafa túlkað svör Höllu frjálslega og að hafa rofið trúnað sem gildir um lokaða fundi. Aðrir fundarmenn hafa sagt að ekkert í svörum Höllu hafi bent til að Áslaug hafi gert annað en að óska eftir upplýsingum á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda. Sjálf sagði Halla daginn eftir fundinn að hún telji ekki að ráðherra hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn