fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Lego blómstrar í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 10:15

Lego er sívinsælt. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni jókst markaðshlutdeild Lego á öllum 12 stærstu mörkuðum fyrirtækisins á síðasta ári. Rekstur fyrirtækisins gekk mjög vel á á síðasta ári og hefur velta fyrirtækisins aldrei verið meiri en hún jókst um 13% á milli ára og var 43,7 milljarðar danskra króna en það svarar til um 895 milljarða íslenskra króna.

En það var ekki nóg með að veltan hafi aukist því hagnaðurinn jókst einnig eða um 19%. Sérfræðingar sáu skýr merki á síðasta ári um að vegna heimsfaraldursins léki fólk sér meira með börnum sínum enda margir heima langtímum saman. Af þessum sökum jókst salan á spilum, púsluspilum og byggingaleikföngum mikið en Lego ber höfuð og herðar yfir aðra framleiðendur á sviði byggingaleikfanga.

Stærstu keppinautarnir, Hasbro og Mattel, standa Lego langt að baki hvað varðar stærð en velta þeir var mun minni en velta Lego.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG