Laugardagur 06.mars 2021
Eyjan

Jakob gagnrýnir Hannes fyrir að dylgja um kvennamál Jóns Ásgeirs – „Hversu ósvífinn er hægt að vera?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður spunnust í gær um sögulega langan ritdóm Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um bókina Málsvörn Jóns Ásgeirs sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Í frétt DV var drepið á helstu efnisatriði dómsins.

Sjá einnig: Hannes skrifar ógnarlangan ritdóm – Segist kunna vel við Jón Ásgeir en kvennamál og eiturtungur hafi villt honum sýn

Einar Kárason, höfundur bókarinnar, birtir stutta færslu á Fésbókarsíðu sinni í gær þar sem lætur að því liggja að dómurinn sé góð auglýsing fyrir bókina. Hannes leggur orð í belg í innleggi undir færslunni og segist hafa reynt að vera sanngjarn í umfjöllun sinni. Einar samsinnir því að skrif Hannesar hafi verið sanngjörn en þó sé hann ósammála honum í meginatriðum.

Ekki eru allir jafnhrifnir af grein Hannesar. Hinn víðkunni blaðamaður á Vísir.is, Jakob Bjarnar Grétarsson, er rasandi yfir mörgu í henni, ekki síst loðinni athugasemd um kvennamál og gagnrýni á fjölmiðla. Hannes sagði í ritdómnum:

„Menn skynja heim­inn á ólíka vegu. Ég ef­ast ekki um, að Jón Ásgeir hafi talið sig of­sótt­an. Sann­fær­ing hans um sök Davíðs í því efni virðist vera eins bjarg­föst og Jóns þuml­ungs forðum um galdra þeirra Jóns Jóns­son­ar og tveggja barna hans. Það er eins og Jón Ásgeir geti ekki horfst í augu við þá staðreynd, að kvenna­mál þeirra feðga höfðu aflað þeim skæðra and­stæðinga, sem lögðu nótt við dag í bar­átt­unni við þá og töldu sig hafa engu að tapa. Eft­ir hús­leit­ina í Baugi þyrpt­ust að Jóni Ásgeiri eit­urtung­ur, sem eygðu fjár­von með því að hvísla óhróðri í eyru hans, en æpa upp­spuna eft­ir pönt­un út í bæ. Þar var fyr­ir­ferðarmest­ur Gunn­ar Smári Eg­ils­son blaðamaður, sem átti að baki langa þrota­sögu. Gerðist hann eins kon­ar áróðurs­stjóri Jóns Ásgeirs, sem keypti upp nær alla ís­lensku einkamiðlana, sjón­varps­stöð, dag­blöð og tíma­rit. Brátt varð Ísland of lítið líka fyr­ir Gunn­ar Smára, og vorið 2006 hófu þeir Jón Ásgeir út­gáfu dansks aug­lýs­inga­blaðs, Nyhedsa­visen. Ég hef orðið þess áþreif­an­lega var, að það fyr­ir­tæki hleypti illu blóði í ráðamenn í dönsku viðskipta­lífi og jók tor­tryggni í garð ís­lensku bank­anna, enda gaf Danske Bank út skýrslu skömmu seinna um, að þeir væru senni­lega ekki sjálf­bær­ir. Sleit bank­inn öll­um viðskipta­tengsl­um við ís­lensku bank­ana og tók stöður gegn þeim á alþjóðleg­um mörkuðum. Ein­ar hefði haft gott af því að lesa bók eft­ir tvo danska blaðamenn um þetta æv­in­týri, sem Jón Ásgeir tapaði að minnsta kosti sjö millj­örðum króna á, Alt går ef­ter plan­en. Sýndi Jón Ásgeir þar ótrú­legt dómgreind­ar­leysi. Menn, sem af­henda Gunn­ari Smára ávís­ana­hefti, eiga skilið að tapa fé.“

„Þetta er nú meiri lesningin“

Jakob spyr hvaða kvennamál Jóns Ásgeirs það hafi átt að vera sem öfluðu honum andstæðinga? Hann segir athugasemdina vera ósvífna. Ennfremur segir hann Hannes vera að gefa þeirri þrálátu ranghugmynd vægi, að fjölmiðlar séu áróðurstæki. Þá sé fáránlegt að Hannes láti ummæli Davíðs Oddssonar duga til þess að afgreiða fullyrðingar í bókinni sem rangar:

 

„Þetta er nú meiri lesningin. Ef eitthvað stendur í vegi fyrir söguskýringum Hannesar þá er bara valtað þar yfir með flírulegt bros á vör:

„Það er eins og Jón Ásgeir geti ekki horfst í augu við þá staðreynd, að kvennamál þeirra feðga höfðu aflað þeim skæðra andstæðinga, sem lögðu nótt við dag í baráttunni við þá og töldu sig hafa engu að tapa.“

Hvaða kvennamál Jóns Ásgeirs eru það sem öfluðu honum skæðra andstæðinga?

Hversu ósvífinn er hægt að vera?

„Einar leysir verkefni sitt af prýði, þótt hann vinni það sér til hægðarauka að taka alloft upp beina kafla úr ritum annarra.“

Wtf, frá Hannesi?

Og svo gengur þessi þráláta ranghugmynd þarna í gegn og aftur eins og rauður þráður, að fjölmiðlar séu áróðurstæki en ekki að þeir eigi að þjóna lýðræðislegu hlutverki með hlutlægri upplýsingagjöf og séu þannig mikilvægir í sjálfu sér.

„Segja má, að ástandið á fjölmiðlamarkaðnum íslenska hafi verið eins og það er nú á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum, þar sem örfáir menn ráða öllum flutningi frétta og gagna.“

Sem sagt, ástandið var betra fyrir Fréttablað þegar Mogginn var nánast í einokunaraðstöðu? Þá var friður. Þá var hægt að ljúga með þögninni. Þetta segir auðvitað meira um þá sem þessu halda fram en þá sem spjótin eiga að beinast gegn. Hannesi og co hefur aldrei nokkru sinni tekist að sýna fram á hvaða flokkspólitísku tauma Jón Ásgeir á að hafa verið að draga. Áttu þeir feðgar, flokksbundnir Sjálfstæðismenn, að vera einhverjir ægilegir agentar Samfylkingarinnar? Flokkshollustan er sannarlega forheimskandi.

Svo spyr Hannes Davíð út í eitt og annað sem fram kemur í bókinni og hefur það til marks um að hitt og þetta sé vitleysa?!

„Ég spurði Davíð um þetta, og tók hann því víðs fjarri. Þetta væri fullkominn uppspuni.“

Er þetta eitthvað grín?“

 

Að sjálfsögðu svarar Hannes fyrir sig en umræðurnar má lesa með því að smella á tengilinn fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Barði bíla með hamri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir auðveldara að panta fíkniefni en pizzu

Segir auðveldara að panta fíkniefni en pizzu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mikið af nýjum íbúðum sem flokkast sem sértæk úrræði koma á markaðinn á árinu

Mikið af nýjum íbúðum sem flokkast sem sértæk úrræði koma á markaðinn á árinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mannlíf veldur usla hjá Pírötum – „Flokksbróðir þinn er nauðgari og flóttamaður“

Mannlíf veldur usla hjá Pírötum – „Flokksbróðir þinn er nauðgari og flóttamaður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólga hjá fjölmiðlum í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi blandar sér í málið – „Ekki nota Olgu og hennar lífsviðurværi sem svipu!“

Ólga hjá fjölmiðlum í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi blandar sér í málið – „Ekki nota Olgu og hennar lífsviðurværi sem svipu!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir grímunotkun vera frelsissviptingu – „Á ekki að vera hægt að temja heila þjóð eins og hunda“

Segir grímunotkun vera frelsissviptingu – „Á ekki að vera hægt að temja heila þjóð eins og hunda“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heilbrigðisráðherra krafin um skýrslu vegna flutningar skimunar fyrir krabbamein í leghálsi

Heilbrigðisráðherra krafin um skýrslu vegna flutningar skimunar fyrir krabbamein í leghálsi