fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Svanur talar um arðrán ESB – „Þekkt­ast­ir fyr­ir sjó­ræn­ingja­starf­semi sína“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 10:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanur Guðmundsson, fram­kvæmda­stjóri Bláa hag­kerf­is­ins ehf, virðist ekki vera hrifinn af kaupum Evrópusambandsins á veiðiheimildum við Grænland ef marka má pistil eftir hann sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„ESB er ekki út­gerð eða fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki úti á landi og ger­ir ekki út báta, hvorki í Evr­ópu né við Græn­land. ESB borg­ar fyr­ir veiðiheim­ild­ir við Græn­land úr sam­eig­in­leg­um sjóðum ríkja­sam­bands sem um leið styrk­ir og niður­greiðir út­gerðir í sín­um lönd­um og styður þannig við óhag­kvæm­ar út­gerðir,“ segir Svanur

Svanur segir ESB kaupa veiðiheimildir fyrir tugi milljarða króna á hverju ári. „Allt frá Græn­landi í norðri til Falk­lands­eyja í suðri, til handa út­gerðum sinna landa og til að geta boðið „evr­ópsk­an“ fisk í sín­um lönd­um,“ segir hann. „Túrist­ar sem telja sig vera að snæða rækj­ur á suður­strönd Spán­ar eru lík­lega að borða fisk veidd­an við Vest­ur-Afr­íku af spænsk­um tog­ara eða frá Græn­landi.“

Þá segir Svanur að á spænsku skipunum sem veiða við Angóla séu yfirmennirnir spænskir en sjómennirnir innfæddir. „Þeir fá greidd laun eft­ir því hvort eitt­hvað fæst upp í kostnað við veiðarn­ar og ef vel veiðist og menn eru heppn­ir geta þeir fengið hátt í 2.000 krón­ur fyr­ir dag­inn. Meira er það ekki,“ segir hann.

„Ganga illa um auðlind­ir með skipu­lögðu brott­kasti“

Svanur segir ESB nýta sér allar leiðir til að ná í fisk. Hann segir að gjarnan komist sambandið yfir veiðiheimildir með gylliboðum um þróunaraðstoð og styrki til viðkomandi ríkisstjórna. „Eða hrein­lega mút­ar ráðamönn­um eða ráðandi öfl­um. Hika sendi­menn ESB ekki við að arðræna auðlind­ir fá­tækra þjóða og henda fyr­ir borð því sem lítið fæst fyr­ir,“ segir hann.

„Þannig kaupa þeir veiðiheim­ild­ir í Senegal, Angóla, Má­rit­an­íu, Fíla­beins­strönd­inni og Mar­okkó, svo ein­hver lönd séu nefnd. Skrán­ing á afla er oft og iðulega fölsuð og eft­ir­liti með lönduðum afla veru­lega ábóta­vant. Fara þeir sjald­an eft­ir vís­inda­legri ráðgjöf um há­marks­afla og ganga illa um auðlind­ir með skipu­lögðu brott­kasti. Meira að segja kaup­ir ESB veiðiheim­ild­ir við Sómal­íu þar sem stjórn­leysi rík­ir og heima­menn einna þekkt­ast­ir fyr­ir sjó­ræn­ingja­starf­semi sína.“

„Þvert á móti þurfa þær að verj­ast þeim“

Svanur segir að íslenskar útgerðir geti ekki keppt við fjölþjóðasamsteypur eða ríki sem sniðganga reglur. „Þvert á móti þurfa þær að verj­ast þeim og keppa við und­ir­boð þeirra, tækni­leg­ar viðskipta­hindr­an­ir og gæðakröf­ur sem meðal ann­ars ESB set­ur á okk­ur,“ segir hann.

„Er ég nokkuð viss um að fæst skip sem Spán­verj­ar, Frakk­ar og Grikk­ir nota við veiðarn­ar í Afr­íku kæm­ust inn í ís­lensku skipaskrána eða fengju veiðileyfi hjá Fiski­stofu vegna brota á ör­ygg­is­regl­um eða gæðaeft­ir­liti og aldrei kæm­ust ís­lensk­ar út­gerðir upp með að greiða þau laun sem þeir bjóða sín­um sjó­mönn­um.“

„Það er ekki til eft­ir­breytni“

Að lokum segir Svanur að það hafi ekki reynst þjóðum vel að semja við ESB um veiðiheimildir eða að hleypa þeim inn í sína landhelgi. „Sum­ar þjóðir gera það þegar þær sjá pen­ing­ana og gylli­boð ESB. Víða við strend­ur Vest­ur-Afr­íku ganga þeir svo nærri fiski­stofn­um að strand­veiðimenn eru hætt­ir að fá í soðið og svelta á meðan yf­ir­völd fitna á styrkj­um og mút­um frá ESB,“ segir hann.

„Að bera fisk­veiðistjórn­un ESB sam­an við auðlinda­gjöld ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja er hvorki rétt né sann­gjarnt. Þvert á móti er nöt­ur­legt að fylgj­ast með hvernig ESB geng­ur um auðlind­ir annarra ríkja. Það er ekki til eft­ir­breytni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun