fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Baldur kominn í Sjálfstæðisflokkinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 16:58

Baldur Borgþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Borgþórsson, fráfarandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins, sem gekk úr flokknum fyrir skömmu vegna ósættis við oddvita flokksins í Reykjavík, Vigdísi Hauksdóttur, er genginn í Sjálfstæðisflokkinn.

Baldur segir í tilkynningu á Facebook að honum hafi verið vel tekið í Valhöll:

„Eins og flestum er kunnugt hef ég allt frá upphafi kjörtímabils átt afar gott samstarf við Eyþór Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, og hans góða fólk sem hefur í hvívetna verið málefnalegt í sínum störfum og sýnt af sér framkomu sem sómi er að.

Því ættu þessi tíðindi ekki að koma neinum á óvart.

Það var sannarlega góð tilfinning að ganga inn í Valhöll á ný og rifjuðust upp góðar minningar frá fyrri tíð og meðal annarra æskuminningar úr sumarferðum Varðar sem ávallt voru mikið tilhlökkunarefni.

Ég ítreka fyrri yfirlýsingu mína þess efnis að ég mun standa við kjör mitt með framboði M-lista og sitja áfram sem fyrsti varamaður framboðsins í borgarstjórn Reykjavíkur til loka yfirstandandi kjörtímabils.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“