fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Ágúst Ólafur fær ekki annað sætið – „Ódæðisverkið“ sem Birgir óttaðist

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 13:20

Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson fær líklega ekki sæti á næsta kjörtímabili Alþingis en uppstillingarnefnd flokksins ákvað að hafa hann ekki í öðru sæti í kjördæmi sínu. Ágúst segir sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Ágúst segir að sér finnist það vera dapurlegt að hann fái ekki sætið sem hann óskaði eftir á listanum. „Samfylkingunni hefur gengið mjög vel á kjörtímabilinu, ekki síst í Reykjavík. Við höfum staðið í uppbyggingarstarfi hjá flokknum og höfum rekið málefnalega en aðhaldsríka stjórnarandstöðu á erfiðum tímum. Ég hef tekið virkan þátt í því starfi og tel mig hafa verið mikilvægan þingmann fyrir flokkinn á þessu kjörtímabili. Það er því virkilega dapurlegt fyrir mig að meirihluti uppstillingarnefndar telji ekki rétt að ég verði í líklegu þingsæti fyrir næstu kosningar,“ segir hann.

„Þó gagnrýna megi ýmislegt varðandi aðferðina þá virði ég um leið rétt nefndarinnar til að taka sína ákvörðun,“ segir Ágúst og bætir við að hann hefur fundið fyrir miklum stuðningi í sínum störfum á Alþingi. „Ég tel mig hafa átt þátt í þeirri velgengni sem flokkurinn hefur notið. Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti stjórnmálaflokkurinn í því kjördæmi sem ég leiði. Ég hef látið mig varða mikilvæg málefni ekki síst á vettvangi fjármála en einnig þegar kemur að málefnum öryrkja, aldraðra, menningar, geðheilbrigðismála og dýraverndar,“ segir hann.

Þá segist Ágúst hafa boðið uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar sáttatillögu. Í tillögunni fólst að hann færi úr oddvitasætinu í kjördæminu sínu og færi í annað sætið í staðinn. „Þeirri tillögu var hafnað af meirihluta uppstillingarnefndar,“ segir hann. „Þessi niðurstaða er mér vissulega vonbrigði en ég horfi stoltur til baka yfir feril minn í stjórnmálum og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna að betra samfélagi.“

„Skelfilegt ódæðisverk“

Þar sem Ágúst fær ekki sætið ofarlega á listanum er afar líklegt að hann þurfi að taka pokann sinn og kveðja Alþingi eftir kjörtímabilið. Talið er að margir innan Samfylkingarinnar hafi kallað eftir því að Ágúst víki vegna kynferðislegrar áreitni sem Ágúst gekkst sjálfur við fyrir um tveimur árum.

Ekki eru þó allir sammála um að Ágúst eigi ekki að halda sæti ofarlega á listanum þar sem hann fór í meðferð eftir atvikið.

Birgir Dýrfjörð, meðlimur í flokksstjórn Samfylkingarinnar, er einn af þeim sem hefur komið Ágústi til varnar að undanförnu. „Ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkohólistum,“ sagði Birgir í tilkynningu um málið sem send var á fjölmiðla í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn