fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Össur útnefnir sigurvegara kosninganna sem vann pólitískt afrek – „Hann stal þrumu Samfylkingarinnar“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 26. september 2021 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og nú samfélagsrýnir, segir að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sé hinn mikli sigurvegari kosninganna og hafi unnið pólitískt afrek með því að vinna sér inn þingsæti í Reykjavík fyrir hönd Framsóknarflokksins.

„Allt kjörtímabilið vann hann af fádæmri elju að því að koma í gegn mikilvægustu umbótum í málefnum barna sem nokkru sinni hefur verið hrundið af stað. Um leið gjörbreytti hann möguleikum fátæks fólks á að eignast húsnæði,“ skrifar Össur í færslu á Facebook-síðu sinni.

Lagði grundvöllinn að sigrinum einn síns liðs

Að mati Össurs má skilgreina Ásmund Einar sem sósíaldemókratískan byltingarmann, sem hefi fært Framsóknarflokkinn langt til vinstri í félagslegum efnum. „Hann stal þrumu Samfylkingarinnar og sýndi í verki að hann var virkasti “sósíaldemókratinn” á þingi á síðasta kjörtímabili. Þannig lagði Ásmundur Einar nánast einn síns liðs grundvöllinn að kosningasigri Framsóknar um allt land,“ skrifar Össur.

Segir hann að Ásmundur Einar hafi lagt sjálfan sig undir í framboðsmálunum og tekið eina djörfustu ákvörðun um margr áratuga skeið þegar hann flutti sig úr leiðtogasæti í einu sterkasta vígi Framsóknar yfir í Reykjavík norður, þar sem talið var vonlaust að Framsókn næði inn manni. „Hann jók fylgið um sögulega stærð, eða næstum 8% og var við það að ná manni með sér á þing. Hlutfallslega fékk hann fleiri atkvæði en Lilja Alfreðsdóttir náði í Reykjavík suður. Þetta er pólitískt afrek. Hann lagði í reynd allt undir því hefði Ásmundi mistekist á ná sætinu var ferill hans í reynd búinn.”

Ásmundur Einar Daðason mynd/Anton Brink

Sýndi annarskonar dirfsku

Um tíma sýndu kannanir að Ásmundur Einar væri ólíklegur til að ná kjöri og þá telur Össur að hann hafi sýnt annarskonar dirfsku með með því að rífa sig frá annars ágætri auglýsingaherferð flokksins með því að fara í sína eigin herferð í Reykjavík norður. „Þar var áherslan öll á verk hans gagnvart börnum og á köflum ekki minnst á Framsóknarflokkinn. “X-B fyrir börnin” var eitt snjallasta vígorð baráttunnar, undirstrikaði hlutverk hans sem barnamálaráðherra, og skaut honum á síðustu dögum baráttunnar sem ör af streng upp á himin kjósenda.”

Að ofansögðu segir Össur að einsýnt sé að Ásmundur Einar verði næsti formaður Framsóknar þegar Sigurður Ingi Jóhannsson ákveður að kveðja stólinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna