fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Willum með 99,96% mætingu á kjörtímabilinu – „Ég þarf ekkert klapp á bakið fyrir að mæta í vinnuna“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 8. september 2021 17:00

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi var gestur í The Snorra Björns PodcastShow á dögunum og kom fram í inngangi þáttarins að þingmaðurinn væri með 99% mætingu á Alþingi.

Mæting þingmanna var reiknuð út frá þátttöku í atkvæðagreiðslum þingsins. Blaðamaður DV skoðaði málið en samkvæmt vef Alþingis greiddi Willum 4.402 atkvæði á kjörtímabilinu af 4.416 sem gerir 99,96%.

Mæting Willums er þannig í nokkrum sérflokki, en hann er til dæmis með betri mætingu en sjálfur Steingrímur J. Sigfússon, Forseti Alþingis sem mætti í 95% atkvæðagreiðslna Alþingis á síðasta kjörtímabili. Sömu sögu var þá að segja af Willum á kjörtímabilinu 2013 til 2016 en þá endaði hann með 98,5% mætingu.

Aðspurður hvað hafi staðið í vegi fyrir 100% mætingu á þessu kjörtímabili segist Willum ekki átta sig á því. ,,Ætli stimpilklukkan hafi ekki bara klikkað því ég var alltaf mættur, en ég þarf ekkert klapp á bakið fyrir að mæta í vinnuna,“ sagði Willum í léttum tón. Í viðtalinu hjá Snorra var Willum einnig spurður út í þessa samviskusemi ,,Ég er alinn upp við samviskusemi, að skila því af mér sem ég er fenginn til og það er bara innbyggt, ég bara finn það og það er gildi sem ég er alinn upp með.“

Þess má þá geta að samkvæmt óformlegri yfirferð blaðamanns er algeng mæting þingmanna í atkvæðagreiðslur á bilinu 70%-90%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm