fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Katrín svarar kynjaspurningu Sigmundar

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 15:23

Samsett mynd - Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram fyrirspurn á Alþingi fyrr í sumar, þar sem hann varpaði fram spurningunni: „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins? og óskaði eftir skriflegu svari.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur nú svarað Sigmundi. Hún bendir á lög um kynrænt sjálfræði, sem leyfir fólki að skrá sig sem karl, konu eða kynsegin/annað. Jafnframt bendir hún á að í lögunum séu það kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáning sem hafi áhirf á það hvað ákvarði kyn, og því segir hún að kyn skilgreinist ekki bara af líffræði.

„Kynin samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreiningin á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri.“ segir Katrín, en svar hennar í heild sinni má lesa hér.

Í samtali við DV í sumar hafði Sigmundur opinberað skoðun sína á málinu. Hann sagði að kynin væru einungis tvö, og er þar af leiðandi ekki sammála Katrínu.

„Þetta er ekki spurning um hvað ég tel að þau séu mörg, heldur hvað er náttúruleg staðreynd. Það eru tvö kyn. Ég er karlkyns. Ég þurfti svo sem ekki að skilgreina það sjálfur, það kom fram á fæðingarvottorði mínu,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu