fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Kári skilur ekki hvernig stendur á þessu – Vill ráðast í nýjar bólusetningar strax

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 15:00

Kári Stefánsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki skilja hvers vegna ekki sé búið að ráðast í nýja bólusetningarherferð. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við hann.

Kári segir langt sumarfrí í bólusetningum vera óásættanlegt þegar heimsfaraldur sé í gangi. Fram kemur að hann hafi viljað bólusetja þá 50.000 sem fengu Janssen í þessari viku.

„Ég skil ekki hvernig stendur á því að ekki er ráðist í bólusetningarherferð núna,“ segir hann og bætir við: „Það er ekki hægt að sætta sig við mánaðar sumarfrí frá bólusetningum í miðjum faraldri.“

Kári segist ekki sjá neina ástæðu til þess að bólusetja ekki börn og viðkvæma hópa á sama tíma.

Tekið er fram að bólusetningar virðist henta illa sem smitvörn, en vel til að forða fólk frá alvarlegum veikindum. Kári segir að miklu fleiri bylgjur muni koma til landsins og að markmiðið núna verði frekar að „tryggja að hver bylgja sé ekki svo stór að hún bugi heilbrigðiskerfið og bugi atvinnuvegi þjóðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?