fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 13:40

Samsett mynd - Gunnar Smári, Jóhann Páll og Daði Már

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Már Kristó­fers­son, vara­formaður Viðreisnar og pró­fess­or í auðlinda­hag­fræði við Há­skóla Íslands tjáði sig um sjávarútvegsmál í þættinum Dagmál sem er á dagskrá Morgunblaðsins. Hann sagði að þær kerf­is­breyt­ing­ar sem hann vilji sjá myndu skila svipuðum tekj­um í ríkissjóð og í kerfinu sem nú er við líði. Viðreisn berst nú fyrir svokallaðri samningaleið, en Daði hefur sagt að markmið hennar sé að verja útgerðina fyrir pólitískri óvissu.

Í þættinum segir hann til að mynda að skattar valdi alltaf skaða. Hann segir:

„All­ir skatt­ar valda ein­hvers­kon­ar skaða og um­fangið af þeim skaða er háð um­fangi skattlagningarinn­ar og það er mjög mik­il­vægt að við séum ör­ugg­lega rétt­um meg­in þar. Ég vil benda á að sam­bæri­leg skatt­lagn­ing auðlinda­greina í ná­granna­lönd­un­um er iðulega ekki meiri en þetta með beinni skatt­lagn­ingu.“

„Þetta er í raun stórfrétt“

Ekki eru allir sammála honum í þessum málum en Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hafa gagnrýnt málflutning Daða.

Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Jóhanns segir hann skoðun Samfylkingarinnar á málinu greinilega vera allt aðra en Viðreisnar. Hann hefur litla trú á því að hægt sé að tryggja sátt um sjávarútveginn, þar sem það henti ekki stórútgerðarfyrirtækjum og „stjórnmálaarm þeirra“.

„Athyglisverð frétt. Viðreisn nálgast greinilega sjávarútvegsmálin með allt öðrum hætti heldur en við í Samfylkingunni. Mikilvægt að fá þetta fram með svona skýrum hætti.

Markmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja virka þjóðareign, þar sem auðlindarentan af sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna skili sér í miklu ríkara mæli en nú er til réttmæts eiganda auðlindarinnar, þjóðarinnar. Útboð á aflaheimildum getur verið sanngjörn og gagnsæ leið að þessu markmiði en ekki markmið í sjálfu sér.

Auðvitað væri gott ef tækist að „tryggja sátt um sjávarútveginn“ – en ég hef enga trú á að eigendur stórútgerðarfyrirtækja og stjórnmálaarmur þeirra sættist nokkurn tímann á þær breytingar sem þurfa að verða til að það ríki sátt um sjávarútveginn meðal landsmanna. Stríðsrekstur LÍÚ, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gegn hóflegum veiðigjöldum og þjóðareignarákvæði í stjórnarskrá segir allt sem segja þarf.“

Gunnar segir frétt Morgunblaðsins um málið vera það fyndnasta á Internetinu í dag, og í raun sé um stórfrétt að ræða. Það kemur fram í færslu sem hann birtir í Facebook-hóp Sósíalistaflokksins. Hann lítur svo á að Viðreisn sé ekki að leggja til neinar breytingar á kvótakerfinu, heldur leggi flokkurinn til kerfisvernd fyrir útgerðaraðilinn.

„Það fyndnasta á Internetinu í dag. Samkvæmt þessu er Viðreisn ekki að leggja til neinar breytingar á kvótakerfinu, akkúrat engar. Verðið sem varaformaðurinn vill leigja kvótann á verður nákvæmlega það sama og veiðigjöldin eru í dag. Þetta er í raun stórfrétt. Hinar boðuðu kerfisbreytingar Viðreisnar eru kerfisvernd fyrir útgerðaraðilinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins