fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Benedikt vildi afsökunarbeiðni áður en hann tæki annað sætið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, segir rangt að hann hafi hafnað 2. sæti á lista flokksins. Frá því hefur verið greint í fjölmiðlum í dag að hann hafi hafnað boði um annað sætið en í síðustu viku vakti mikla athygli er Benedikt lýsti því yfir að honum hefði verið boðið neðsta sætið á listanum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, heldur því hins vegar fram að Benedikt hafi verið boðið annað sætið. Hann hafi hafnað því. Benedikt segir það alls ekki rétt en hann setti það skilyrði að hann yrði fyrst beðinn afsökunar á þeirri ákvörðun uppstillingarnefndar flokksins að setja hann í neðsta sæti listans. Það var eftir þá uppstillingu sem formaðurinn bauð Benedikt annað sætið. Benedikt fer yfir málið í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann jafnframt að það hafi verið ákvörðun Þorgerðar en ekki hans að ræða málið opinberlega:

„Formaður Viðreisnar segir á mbl.is að ég hafi hafnað 2. sæti á lista flokksins. Þetta er rangt. Þvert á móti féllst ég á þá beiðni formannsins. Ég taldi aftur á móti eðlilegt og nauðsynlegt að áður yrði gert út um þau leiðindamál sem hófust á ákvörðun uppstillingarnefndar flokksins að bjóða mér neðsta sæti listans.

Þorgerður óskaði eftir því á mánudagsmorgun að ég tæki 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Ég féllst á þá beiðni, en taldi nauðsynlegt að þeir sem hefðu komið fram við mig með óviðurkvæmilegum hætti í þessu máli bæðu mig afsökunar. Ég tók fram að þetta væri einungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi. Ég myndi ekki gera þær afsakanir opinberar. Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði. Því fór sem fór.

Ég átti ýmis samtöl við formann flokksins, en við vorum sammála um að öll okkar samskipti væru trúnaðarmál. Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“