fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Kjartan úthúðar borgarstjórn fyrir að hundsa vilja borgarbúa – „Kanye West hefur gert meira fyrir mig en Jónas Hallgrímsson“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 20. maí 2021 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Sveinn Guðmundsson, framhaldsskólanemi, veltir fyrir sér stöðu lýðræðis á Íslandi í kjölfar ákvörðunar Reykjavíkurborgar að reisa ekki styttu af tónlistarmanninum Kanye West þrátt fyrir yfirburðakosningu í íbúakosningunum Betri Reykjavík.

Hann lýsir óánægju sinni í pistli sem birtist hjá Kjarnanum.

„Eitt það versta við eftirlitssamfélög lögregluríkja og auðvaldsmeistara er hrun lýðræðis. Við sjáum bæði austan- og vestanhafs að þegar lýðræðisleg gildi eru brotin niður kemur í staðinn pláss fyrir egóista sem svífast einskis í nafni gróða og valda. Dæmi um þetta eru hertar reglur gegn mótmælum í Bretlandi, andlát rannsóknarblaðamennsku í Bandaríkjunum og ákvörðun embættismanna Reykjavíkurborgar um að koma í veg fyrir að Kanye West-stytta yrði reist við Vesturbæjarlaug.“

Kjartan segir Kanye West hafa meiri þýðingu fyrir hann en aðrir þekktir Íslendingar sem borgarstjórn hefði ekki hikað við að reisa styttu af.

„Kanye West hefur gert meira fyrir mig en Jónas Hallgrímsson, Káinn, Gunnar Gunnarsson og Snorri Sturluson samanlagt. Efalaust geta einhverjir þeirra 772 aðila sem greiddu atkvæði með styttunni á vefkosningu Reykjavíkurborgar sammælst mér, en þá vaknar spurningin: Hefði styttan verið reist ef við hefðum beðið um eitthvert af fyrrnefndum skáldum í staðinn fyrir hæstvirtan West?“

Telur Kjartan ljóst að það hefði lítið hik veirð á borgarstjórn að reisa styttu af einhverjum ofangreindum Íslending. Ljóst sé að frjálsa valið sem var boðað í Betri Reykjavík hafi verið lygi.

Annað dæmi um hvernig almenningur og álit þeirra sé hunsað sé stjórnarskrármálið sem ríkisstjórnin hafi sópað undir teppið.

„Allt sem þú lest er lygi, söng Maus. Nú fer að styttast í óöld kosningaloforða og Facebook-myndbandafalsfrétta með tilheyrandi umræðum um stjórnarskrá og borgaralýðræði, pottþétt gagnsæi í ríkisrekstri líka. Ég vil bara segja að ef einhver flokkur vill vera tekinn alvarlega af mér þarf hann að lofa niðurrifi styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og í stað hans kæmi gullhúðaður Kanye fyrir framan Alþingi. Íhaldið sem er á móti því má leggja til Drake-styttu í staðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“