fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

„Einstaklingur sem trúir í blindni á flokk sinn minnir of mikið á meðlim í sértrúarsöfnuði“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 16:30

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri menningarinnar á Fréttablaðinu skrifaði pistil sem birtist í blaðinu í dag sem varðaði prófkjör og velvild kjósenda. Þar segir hún að stjórnmálaflokkar verði að geta endurnýja umboð sitt hjá kjósendum, ef það takist ekki sé staðan ekki góð. Hún segir það virðast vera mismunandi hvaða augum sé litið til prófkjöra, stundum séu þau talin lýðræðisleg, en stundum ekki.

„Prófkjör eru leið til að raða fólki á lista stjórnmálaflokka. Þótt þetta sé stundum sögð afar lýðræðisleg leið þá ræður lýðræðið bara þegar það þykir henta. Til dæmis er það svo að ef tvær konur raða sér í efstu sæti á prófkjörslista stjórnmálaflokks þá er það talið til verulegrar fyrirmyndar. Ef konurnar eru þrjár þá er árangurinn sagður stórglæsilegur og listinn afar framsækinn og öflugur. Ef tveir karlmenn hlamma sér hins vegar í efstu sætin, hvað þá þrír, þá er illt í efni. Ímynd flokksins er stórlega löskuð og hætta talin á að kjósendur forði sér. Besta ráðið við þessum vanda er að losa sig við allavega einn karlhlunkinn og hafa þannig vilja þeirra sem kusu í prófkjörinu að engu.“

Þá tekur Kolbrún dæmi um sætaskipan Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, en þar sigraði sveitarstjórnarfulltrúinn Bjarni Jónsson þingkonuna Lilju Rafney Magnúsdóttur. Fyrir prófkjörið hafi 500 manns bæst í flokkinn, en sú viðbót virðist ekki hafa unnið með Lilju. Á meðan hafi stór hópur verið tilbúinn að ganga í flokkinn til að styðja Bjarna.

„Prófkjör geta verið undarleg, en það eiga stjórnmálamenn líka að vita. Furðulegt er þegar þeir stíga fram, mjög pirraðir, þegar þeir náðu ekki þeim árangri sem þeir ætluðu sér. Dæmi um þetta er Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem tapaði nýlega oddvitasæti sínu í Norðvesturkjördæmi fyrir Bjarna Jónssyni, sveitarstjórnarfulltrúa í Skagafirði. Hún sagði leikreglurnar sem viðhafðar hefðu verið í prófkjörinu hvorki heiðarlegar né lýðræðislegar.

Lilja Rafney vildi umfram allt halda þingsæti sínu en Bjarna langaði líka mikið á þing. Lilja Rafney segir að í aðdraganda prófkjörsins hafi um 500 manns bæst í flokkinn. Hún telur þessa viðbót ekki hafa unnið með sér. Bjarni er svo lánsamur maður að 500 manns virðast hafa lagt á sig það erfiði að ganga í Vinstri græna til að styðja hann. Mögulega hafa það verið þung spor fyrir einhverja í þessum fjölmenna hópi að ganga í flokkinn, en hvað gerir maður ekki fyrir manneskju sem maður hefur trú á?“

Í lok pistilsins segir Kolbrún að margir kjósi frekar með frambjóðendur en flokk í huga. En hún er á þeirri skoðun að fólk sem trúi í blindni í flokka minni á meðlimi í sértrúarsöfnuði. Þess vegna verði flokkar að endurnýja umboð sitt hjá kjósendum.

„Þegar kemur að stjórnmálum kjósa fjölmargir að styðja einstaka frambjóðendur frekar en að binda trúss sitt við einn flokk. Flokkshollusta er heldur ekki alltaf geðsleg. Einstaklingur sem trúir í blindni á flokk sinn minnir of mikið á meðlim í sértrúarsöfnuði. Hann hefur glatað víðsýni.

Stjórnmálamenn þurfa með reglulegu millibili að endurnýja umboð sitt hjá kjósendum. Ef það mistekst verða þeir bara að bíta á jaxlinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun